Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 25
SKINFAXI 185 Nefndarálit. Heimilisiðiiaðarsýning mun verða einn liður þjóðliá- tíðarinnar 1930, og ekki hvað þýðingarminstur. Sýning þessi þarf mikinn undirbúning og vakandi athygli og áliuga alþýðu manna um land alt, ef hún á að fara sæmilega úr hendi. Er það tvímælalaust, að ungmennafélög verða að eiga hér mikinn lilut að, ef vel skal vera. Viljum við nú heita sem kröftuglegast á alla ungmennafélaga að vinna af fullri ósérplægni að und- irbúningi sýningarinnar, hver i Iiéraði sinu og félagi. Skal hér Ibent á nokkur störf, er á ríður að öll U. M. F. vinni: 1. Að vekja áliuga liagra manna og kvenna á því, að vinna sem besta muni til sýningar, og sjá um að góðir iðnmunir, sem til eru eða til fallast, séu ekki teknir til ríotkunar eða skemdir. 2. Að fá fólk U1 að vinna sem mest úr íslensku efni og með íslensku sniði. Saumur, tréskurður og önnur vinna, þótt vel sé ger, hefir að eins liálft gildi, ef fyrir- myndin er útlend. 3. Iðnsýningar í smáum stíl þarf að halda i sem flestum og helst öllum sveitum landsins og þorpum á vori komandi, eða, ef það er ekki hægt, þá vorið 1929. Frá smásýningum þessum þarf svo að senda valda muni til sýninga, er lialda verður í hverri sýslu lands- ins sama vor, eða vorið 1929. Frá sýslusýningunum verður svo sent úrval á landssýningu 1930. U. M. F. verðaaðsjá umað sýningar þessar ko m- i s l á, og standa fyrir þeim, þar sem ekki er þegar fullkomlega trygt að aðrir geri það. Heimilisiðnaðarnefnd U. M. F. I. Guðrún Björnsdóttir. Aðalst. Sigmundsson. Sigurður Eyvindsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.