Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 8
168 SKINFAXI fraintíð íslands snertir í þessu efni, þrátt fyrir skiln- aðardraumana og alt fullveldisstássið, titlana og tildrið. Hvað ofaná verður i þvi efni, er fram líðá stundir, velt- ur aðallega og fyrst og fremst á því, li v a ð Danir gera eða vilja, þvi að vegna fjölmennis þeirra, á móti fámenni okkar, er alt valdið sennilega þeirra meg- in, hvað sem vér segjum úr þessu, og það enda þótt vér værum allir, eftir mætti, samhuga og samtaka, er tæp- lega er þó að búast við, á meðan við eigum engan nokk- ursverðan, sameiginiegan vilja til að lifa fyrir og það viðgengst óátalið og ábyrgðarlaust, eins og það eina rétta, að persónulegar eiginhagsmunahvatir ráði „sann- færmgu“ og gjörðum manna í almennum málum og al- staðar (þvert á móti stefnu forsetans og lærisveina hans) með þvi að reynslan hefir líka sýnt hingað til, að þeir liafa jafnan verið nógu margir meðal vor, er Iiaí'a unnið það til, fyrir vonir um laun, völd og met- orð á íslandi, að gerast undirtyllur útlendinga til yfir- ráðanna hér og það enda þótt minna en jarlstign hafí verið í boði á stundum. Hér skal ekki út í það farið, hvort betra sé til fram- búðar íbúum þessa Iands, að halda íslandi fyrir íslend- inga e i n a, eða fyrir Dani og Islendinga. — Um það má margt segja, eftir því sem nú horfir. En af því að hér látast allir vilja lifa og stari'a fyrir það, að ísland sé og verði fyrir íslendinga að eins, e n ekkifyrirDaniogísIendinga, þáer liér, við þetta tækifæri, að eins bent á, í livert óefni komið er með Samhandslögunum svonefndu í'rá 1918, a 1 v e g gagn s t æ 11 þ ei m s t ór u, eð 1 i 1 egu kröf um o g sté f nu f r e 1 s i s b a r á 11 u-f o r i n/ g* j a vorra fil 1874. ]?að helsta, er komið gæti til mála, til bjargar út úr þeim ógöngum (ef svo mætti kalla það), væri ólíkleg vanræksla eða viljaleysi Dana til valdanna liér beima, samfara einhuga, starfandi vilja allra íslend- inga, í því að verjast viðskiftafjötrum Dana og öllum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.