Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 2
46 SKINFAXI Marg blessaður, lieimkominn, velkominn vert, þó viðtakan setji okkur liljóða. Yér tökum þig grátfegnir, eins og þú ert i armana, hjartað vort góða. Þú kemur að flytja aldrei frá oss, i framtíð að vera hjá oss. í boði var öll okkar eiga, — en ónýt varð hún, nema i sveiga. „Blessaður, lieimkominn, eins og þú ert.“ — Öðru vísi þó, mundi vonin óska, ef hún mætti lcjósa. H ú n vildi að sjálfsögðu fá liann lifandi, lieilan lieilsu. En þegar þess var enginn kostur, verður þó tilfinning lijartans að segja þetta. „Velkominn, eins og þú ert“. þú hjarti, norræni sonur, ljós á hár og bjarmafagur i augum, blessaður drengurinn íturvaxni, velgefni ættar- laukurinn, sem varst af kynstofni Baldurs Iivita. Það er að vísu aflraun að taka þig í faðminn og vefja þig að sér. En meiri þrekraun er þó þeim mæðrum feng- in, sem missa synina sína i sjóinn, svo að þeir liverfa gersamlega um aldur og æfi. — Það er þó betra að fá svona sendingu í faðminn, en missa allan sýnilegan vott þess, sem ein móðir hefir fórnað sér fyrir á sæng- inni og í baráttunni við að koma honum á fót. „Þú kemur að flytja aldrei frá oss, í framtíð að vera hjá oss.“ Einhver ])jóð í fornöld, sem komin var að þrotum í ófriði, mælti svo eða á þá leið: Að þeir eða þær, syn- ir hennar og dætur, ætluðu að veita síðasta úrslita- viðnám við grafir vandamanna sinna. Það hið sama segir enn í dag móðir fallins sonar: Þú kemur til mín, í reitinn þinn ferðu, til þess að vera þar ætíð. Og þar, á þeim stað, ætla ég, móðir þín, og ættingjar og vanda- menn að veila örðugleikunum, sem að mér steðja, síð- asta úrslita viðnámið, hníga svo í þinn faðm, hvíla þar hjá þér og láta sömu grasrót vaxa yfir okkur báð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.