Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 21
SKINFAXI 65 arliús. Murnli ókunnugum ganga seint að rata um alla þá krókastíga. — Yið komum fyrst i allstóra hvelfingu, sem er einskonar miðstöð námunnar. Út frá henni liggja ýmsar vistarverur og í þeim er kom- ið fyrir skrifstofum, rafmagnsstöð, loftciælum, liorð- stofu, áhaldageymslu, smiðju o. s. frv. Allt þelta svæði er raflýst og á skrifstofunni logar í kolaofni. Loftið þarna niðri er sérlcga hreint og gott, enda eru loftdælur jafnan að verki, sem endurnýja loflið. Yið spyrjum hve langt sc út úr námunni og svarið er: Um 21/? km. út um göngin, en 340 m. upp á yfirhorð liæðarinnar. Hér fór þó ekki aðalnámugröfturinn fram nú, heldur 690 metrum neðar. Vildum við kom- ast þangað, en þar sem síðasta lestin átti að fara út eftir 10 mínútur var ekki timi til þess, þvi að síður vildum við gista þarna um nóttina, þó að engan veg- inn gæti það kallast óvistlegt. — Námugröfturinn fer fram á þann hátt, að í hergið er borað með raf- magnsborum og siðan sprengt og þannig haldið áfram að grafa og sprengja ár eftir ári, ávalt lengra og dýpra, i ýmsar áttir, eftir þvi sem silfuræðarnar liggja um bergið. — Kl. 5 setjumst við aftur upp í vagnana, ásamt verkamönnunum og brunum með hraða miklum út lir þessum myrkrastöðum, til ljóss- ins. Við liöfðum verið 1% tíma í þessari námuför og undarleg voru viðbrigðin, að koma úr röku og köldu loftinu og öllu myrkrinu. Það var eins og við kæmum i annan heim. Við spurðum verkamennina, hvort þeir finndu ekki til þessa sama. Þeir gerðu lít- ið úr því, kváðust vera orðnir þessu svo vanir, bæði myrkrinu og umskiftunum er út kæmi, að þeir tækju eftir hvorugu verulega. Þannig er vaninn. Næsta morgun skoðuðum við myntsláttu-verk- smiðju norska ríkisins, sem einnig er i Kóngsbergi. Að vísu var ekki unnið þar á þessum tíma, þvi að þar er aðeins unnið á veturna, en vélar allar og að-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.