Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 27
SKINFAXI 71 og græna skóga að launum sinnar góðu sáðmennsku, „lærðu“ mennirnir aðeins brosað fyrirlitlega, cn þó ekki lagst svo lágt, að vara sauðsvartan almúgann við hættu þeirri, er af þeim bókum kann að leiða, sem lil engis eru annars en and- legrar og likamlegrar siðspillingar og niðurdreps. Eins og eg gat um áðan, hafa margir bókaútgefendur meira og minna gripið til ruslbókmenntanna. Þó eru nolckrar heið- arlegar undantekningar þeirra á meðal. Má einkum nefna þá Þorstein Gíslason, Sigurð Kristjánsson og Pétur Halldórs- son, sem allir hafa gert sér mjög far um, að vanda sem best, bæði að efni og ytra búningi, til þeirra rita, er þeir hafu gefið út. Ennfremur er skylt að gcta hér Þorsteins M. Jóns- sonar, bókaútgefanda á Akureyri. Ilefir hann þegar gefið út margt ágætra rita. Eigi alls fyrir löngu hóf hann útgáfu Lýðmenntunar, safns alþýðlegra fræðirita. Eru þegar kom- in út fjögur rit í safni þessu. Útgefandinn ætlar sér að skifta ritum safns þessa niður í flokka. Teljast þau rit, sem út eru komin, til tveggja þessara flokka. Þrjú þeirra: Rousseau, eft- ir Einar Olgeirsson, Vithjálmur Stefánsson, eftir Guðmund Finnbogason og Mahatma Gandhi, eftir Friðrik Rafnar telj- ast til II. flokks, tíraulryðjendasagna, en Himingeimurinn, eftir Ágúst próf. Bjarnason, telst til I. floklcs, sem útg. nefnir Heimssjá. Um rit þessi er fátt annað en gott eitt að segja, og þótt finna megi dæmi i sumum þeirra um smávegis óná- kvæmni, er það svo lítið, að það rýrir gildi bókanna sára- lítið og hamlar því engan veginn, að þær nái tilgangi sínum, en liann er auðvitað sá, að leiða hugi almennings að mikil- leik náttúrunnar og æfistörfum þeirra manna, er mestum straumhvörfum hafa valdið i menningarsögu þjóðanna, auk margra fleiri viðfangsefna, sem síðan munu tekin verða til meðferðar, ef ritsafn þetta fær góðar viðtökur almennings. Enn vegur það meira en smávegis ónákvæmni, að efni rit- anna er gert sem alþýðlegast og sett fram, víðast hvar, mjög skipulega, á látlausu en þó vönduðu máli, og svo skemmti- lega, að viða er unun að lesa. Einkum þykir þeim, er þetta ritar, bók Einars Olgeirssonar um Rousseau ágætlega skrifuð. Er lífi liins mikla skálds og umbótamanns lýst af samúð og vcrkuni hans lýst af skilningi og mælsku. Deila má um það, hvort tímabært sé að gefa nú út æfisögu Mahatma Gandliis. En enda þótt litið kunni að verða í náinni framtíð öðm- vísi á þann mann, en nú er gert af vestrænum þjóðum, og erfitt sé að dæma um það, hve mikinn þátt hann á í frelsis- kröfum Indverja, virðist ekki úr vegi að kynna þann ein-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.