Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 9
SKINFAXI 53 Skáldin eru ekki stór af því að finna fjarstæður, smellnar samlikingar eða yrkja mikið, heldur fyrir að yrkja svo, að hverjum finnist talað frá sínu eigin iirjósti, og fyrir að sjá stóra hluti og óorðna skýrt og glöggt, eins og þeir væru orðnir veruleiki. II. „Peningarnir eru afl þeirra Iduta, sem gera skal.“ Svona hljóðar smellnasta öfugmælið, sem eg liefi nokk- urntíma lært. Hér er staðreyndunum alveg snúið við. Það liggur í augum uppi, að vinnan skapar verðmætið, jieningana, en ekki peningarnir vinnuna. Það má kann- ske segja, að vinna og verðmæti fylgist svo að, að það skifti htlu máli, hvort fyr sé talið. En þá er gott að glöggva sig á sögunni af náunganum, sem var spurður, hvort liann vildi heldur missa sólina eða tunglið. Auð- vitað vildi hann heldur missa sólina, því að tunglið lýsti honum á næturnar, en sólin var að glenna sig um Iiádaginn, þegar nóg birta er hvort eð var. Hann var orðinn því svo vanur, að sólin og birtan færu saman, að bann hélt, að sólin mætti nú missa sig. „Rangmælin eru ekki aðeins ill í sjálfu sér, heldur sjjilla þau sálinni.“ Enda eru dæmin deginum ljósari. I hvert sinn, sem góðum manni dettur í hug að gera eitthvað til þarfa, sezt hann við skrifborðið og semur langa grein, og leggur til, að allir tald sig saman og nurli saman í sjóð. Það gerir ekkert til, þótt hver gefi lítið. „Safnast þegar saman kemur.“ Og svo verður sjóðurinn með vöxtum og vaxtavöxtum á endanum svo stór, að hann getur bætt öll mannleg mein. Það er eins og þeir haldi, að peningarnir aukist og margfaldist, ef þeir koma saman í einn haug. En þeir steingleyma því, að til þess að sjóðir vaxtist verður að lána þá út, svo að skuldir vaxa nákvæmlega jafnt sjóð- unum. Og alla vextina borga fátækir menn, sem taka

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.