Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 4
48 SKINFAXI um óskmegi og augasteini foreldra? Allt var gert til lieilsubótar þessum unga, efnilega manni. Eignirnar voru lagðar fram, en þær urðu ónýtar, nema i sveig- ana á kistulokið. Þegar svo er breytt, að allt er gert, sem liægt er, til hjálpar og viðreisnar sjúklingi, er ekki bægt að ásaka sig fyrir lómlæli í bjargráðum. Þá getur móðirin sagt í hálfum hljóðuin, ef eigi upphátt: Eg gerði það, sem eg gat, eg og mínir. Nú er ekki unnt við að bæta, nema tárunum, sem söknuðurinn kallar fram, eins og kveld- rökkvinn kallar fram döggina eftir sólarlagíð. Eftir sólarlagið! Er þá komið kveld? Reyndar ekki. Við skulum að minnsta kosti hugsa oss, að nú sé nær morgni en kveldi. Þ'essi ungi maður var að vísu vor- maður, sá sem horfir móti morgunbrún og sólarupp- komu, maður djúphygginn, eins og hann átti kyn til, eftir því sem um er að gera um ungan mann, sem litla lífsreynslu hefir fengið. Hann var fátalaður, cn hugði á framkvæmdir, tók drenglundina frain yfir ærslin, meðan hann var þó á æskualdri, og gerði móður sinni engan visvilandi sársauka. Slíka syni er gott að gráta. Þau tár verða eigi að sök, sem þannig eru til komin. Þau geta orðið lieit. En þau brenna þó aldrei vangana, sem þau falla um. í kvæðinu, sem ég vitnaði til, segir ennfremur: Já, velkominn heim, þó oss virðist nú hljótt á vonglaðra unglinga fundum, og autt kringum ellina stundum, vor söknuður ann þér að sofa nú rótt. Já, söknuðurinn ann þess henni eða lionum, sem sjúkdómur hefir lengi þjáð, að fá svefn eða hvíld. En þó er hitt jafn satt, að tómlegt er að horfa á auða rúmið. Ellin og slíkt hið sama sú aldurhæð, sem er eigi elli, fær aflvaka og gleði-auka frá þeim ungu, sem dvelur í námunda. Daufur er barnlaus bær. ()g hús,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.