Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 24
68 SKINFAXI þeirra, sem við verksmiðjur vinna og hvað auðnu- laust og ræfilslegt slíkt fólk verður að útliti og fram- komu, sem um ekkert æðra hefir að liugsa, en að vera hluti af þeim vélum, sem það vinnur við. Meg- um við fslendingar þakka forsjóninni, að sú ógæfa hefir enn eigi hent þjóð vora, að eignast stóriðju, sem gerði okkur að jafn stóriðjumótuðum auðnuleys- ingjum eins og flestallt fólkið í Odda har með sér. Vinarkveðja. Skömmu eftir að Noregsfarar komu heim i sumar, sendi sambandsstjórn veglega kveðju til Noregs ungdomslag. Var það stór Ijósmynd af Alþingishátíðinni, í umgerð, og hafði Steindór Björnsson skrautritað á hana kveðju frá U. M. F. í. Nýlega hefir komið bréf frá norsku sambandsstjórninni, með þakklæti fyrir gjöf þessa. Þar stendur m. a.: „Myndin hefir fengið heiðurssess í skrifstofu vorri og mun ætíð verða oss kær minning um frændþjóð vora í vestri og Alþingisstaðinn, miðdepil þeirra söguríku minninga, sem margir af oss þekkja úr íslendingasögum. Berið æskulýð íslands hjartanlega kveðju vora og ósk um góða samvinnu í framtíðinni.“ Nýtt lag. Það er talið sanna lífsgildi Ijóða, ef þau ná útbreiðslu og verða almenningseign, án þess að vera birt né básúnuð. Sama gildir vafalaust um sönglög. Fyrir tveimur árum var nýtt sönglag eftir G u ð m u n d u N i e 1 s e n sungið á samkomu á Eyrarbakka. Dagana á eftir heyrðist lag þetta raulað næst- um þvi hvar sem komið var á Bakkanum. Nú hefir G. N. gefið lagið út. Það heitir Lækurinn og er við vísur eftir Gisla Ólafsson á Eiríksstöðum. Má telja því vísar vinsæld- ir alþýðu. Lag þetta fæst ekki í bókaverzlunuin úti um land, en höf. óskar eftir, að U. M. F. taki það til útsölu, gegn sölulaun- um. Þau félög, er sinna vilja þessu, eru beðin að tilkynna það ungfrú Guðmundu Nielsen, Aðalstræti 9, Rvik. Áður hefir G. N. gefið út sönglagasafn: Ljóðalög. Hún hefir ort lag við íslenzka skátasönginn, og er það prentað í Skátabókinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.