Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 26
70 SKINFAXI Bækur. Enda þótt skólum hafi í'jölgað allmikið héi* á landi hin sið- ustu ár, mun því þó fara fjarri, að allir þeir unglingar, er löngun hafa til aukinnar fræðslu og ménntunar, eigi hægt um vik að svala menntaþrá sinni með þeirra hjálþ. Mun þvi einkum valda tvennt: Skólaskortur og fjárhagsörðugleikar. Því að enda þótt hér á landi sé fátt sveltandi öreigalýðs, enn sem komið er, er afkoma manna ekki betri en svo, að tiltöiulega fáir unglingar. hafa aðstöðu til þess, að éyða heil- um misserum sér til menntunar. Skólum vorum er og flest- um þannig háttað, að þeir veila nemöndum sínum að eins litla menntun, nema livað þeir, þegar best lætur, þjálfa þá til sjálfstæðs náms og fróðleiksleitar. Fyrir því er bæði lærð- um og leikum ætíð þörf á, að leita sér fróðleiks og andlegrar þjálfunar, og ekkert er skaðlegra en að láta blekkjast af fraéðslustagli skólanna og leggja árar í bát í þeirri trú, að að skólatímanum loknum sé ekki þörf frekari menri'tunar. En þeir standa betur að vígi en óskólagengnu mennirnir um val bóka, fyrir þær sakir, að af skólanáminu hefir þeim lærst, að gagnrýna bækur, forðast ruslið, en tileinka sér það, er verða má þeim til aukinnar menningar. Bókavali hins bókhneigða alþýðumanns ræður aftur á ínóti oft tilviljun ein. Bókakostur hans er lílill og bókmenntasmekkur hans að sama skapi litt þroskaður. Velur hann þvi, ef til vill, frekar bók óþekkta „reyfara“-höfundarins en snillingsins, ef liann á þá beggja völ. Ruslbækurnar verða síðan í augum hans sem ímynd hinnar sönnu listar, en ritverk snillinganna kann hann ekki að meta, frekar en maður, sem ekki hel'ir átt völ á nema lélegum lögum um dagana, er fær um að meta gildi fagurs tónverks. Þessvegna hvílir siðferðileg- skykla á öllum þeim, er við bókaútgáfu fást, að vanda sem best til bóka þeirra, er þeir gefa út. En þvi miður hafa bókaútgefendur illa gætt skyldu sinnar í þessum efnum. Margir þeirra hafa látið ginn- ast af gróðavoninni. Hafa þeir æði ofl fengið einhvern lið- létting til þess að þýða á misjafnlega gott mál illa samið og siðferðilega spillandi „skáldsagna“-rusl. Hefir jjess þó oft- ast verið gætt, að sögur þessar hcfðu eitthvað jiað í fari sínu, cr örfaði lítt menntaða alþýðu til þess að fórna þvi drjúgum skerf af dýrmætum hvíldartíma síuum og álitleg- um peninga-upphæðum, sem aflað hefir verið með súrum sveita vinnuþrælsins. Bókaútgefendurnir hafa svo hlotið gull

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.