Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 20
64 SIvlNFAXI verði og auk þess eru silfuræðarnar þverrandi og því vinna þar nú aðeins á 3. hundrað manns. Reksturs- lialli á námugreftinum skiftir hundruðum þúsunda króna á ári hverju, en þó er starfrækslunni lialdið áfram, því að þær 7000 sálir, sem nú húa í hænum, hafa á litlu öðru að lifa en þeirri atvinnu, sem nám- an vcitir heint og óheint. Skömmu eflir að við komum lil Kóngshergs, fór- um við, ásamt nokkrum félögum, að skoða námuna og þá starfrækslu, sem við liana er. Fórum við fyrst í gegnum verksmiðju þá, sem lireinsar silfrið úr grjótinu, sem út úr námunni kemur. Er grjótið þveg- ið og aðgreint og síðan mulið sandsmátt, en siðan fer þessi sandur i gegnum ýmsar sáldir og vélar, sem Iireinsa úr honum silfrið, sem að lokum fer inn í l)ræðsluofn og úr honum í mót, þar sem það er steypt i stóra klumpa. Eftir að hafa skoðað þessar vinnustofur og vélar, skyldi halda inn í sjálfa námuna. Yoru okkur fengin sérstök hlífðarföt til að vera í á þeirri för. Auðvitað voru engin þeirra mátuleg og litum við því all- skringilega út í þessum búningi. Hverju okkar var fengið skriðljós og nú var sezt á vagna sem bifvagn dregur eftir járnhrautarteinum en á þessum vögnum er silfurgrjótið flutt úr námunni til verksmiðjunnar og gengur þessi lest á hálftímafresti. — Leslin brun- ar af stað og við erum komin í koldimm göng, sem víða eru svo þröng, að varasamt er að slá út oln- bogum, ef maður vill eklci fá óþægilegt liögg. Vatns- dropar drjúpa úr berginu og loftið er rakt og kalt, þótt úti væri yfir 20 stiga liiti. Eftir stundarl'jórðung stöðvast lestin og við stígum af vögnunum. Einn af verkstjórunum kemur á móti okkur og leiðbeinir okkur um námuna og fræðir okkur um alla liluti. Við komum í ótal vistarverur og svo margir voru gangarnir og skotin, að þetta var sem versta Völund-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.