Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 18
62 SKINFAXI menningarmeðal æskulýðsins. Þeir eru sannfærðir um það, ef íþróttakennslan væri meiri og fullkomnari i skólum vorum, en nú er, þá yrði þróttur og þjóðarbrag- ur ólíkt betri. Og i þvi sambandi má minna á það aga- leysi, og eg vil segja stjórnleysi, sem oft er bér á manna- mótum. Það er eins og við kunnum eigi að blýða. Hver vill fara sínu fram, án þess að taka tillit til annarra eða beildarinnar. í þetta reka erlendir menn fljótt aug- un, og þykir ]>að vera þjóðarlöstur, sem von er. Með íþróttahreyfingunni eykst skipulag og agi. íþróttaiðk- endur verða fljótt sannfærðir um ágæti skipulagsins, samvinnunnar og sjálfsagans. — Þetla leikmót er eitt af þeim íþróttamótum, sem eiga að hjálpa til þess, að benda mönnum á nytsemi hollra íþrótta, og kenna mönnum að færa sér þær í nyt. — Aldrei liefir verið haldið fjölmennara leikmót liér á landi, en þetta mót, og ber það ótvírætt vott um vax- andi áhuga og menningu iþróttamanna vorra. — -— Ben. G. Waage. Noregsför ungmennafélaga. Eftir Gnðbjörn Guðmundsson. IV. Fimmtudaginn 7. ágúst fórum við á fætur kl. 6 og kl. 7 erum við komin af stað á járnbraut. Eftir einn- ar stundar akstur göngum við úr lestinni, stígum á skip og siglum í 2 tíma eftir Tinnvatni. A þessu vatni ganga farþegaskip og flutningaskip, sem taka beilar járnbrautarlestir og eru þessi skip, ásamt járnbraut- inni milli Notodden og Rjúkan, eign Norsk-Hydro. — Á stöðinni í Notodden kom til móts við okkur Ragúel

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.