Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 23
SKINFAXI 67 hann aldrei allan, vegna hamrastalla. — Vegurinn ofan af brúninni og niður i dalinn er sá lirikaleg- asti og ægilegasli, sem við fórum á allri leiðinni. Liggur hann i ótal bugðum niður snarbratt fjallið og ekki óvíða eru sprengd göng gegnum hainrahöftin. Sé litið niður, er aðeins að sjá eftir snarbröttum hamraveggnum niður i dalbotninn, þar sem áin belj- ar í hamraþrönginni. — Þegar niður eftir dalnum kemur,, fer byggðin að aukast og jafnvel smáþorp eru á stöku stað, en viðast er dalurinn þröngur og há fjöll livert sem litið er. Eftir nokkra stund erum við komin i litið þorp niður við sjó. Billinn stöðvast og hér skal taka náttstað, því að þetta er Eidfjord. Við erum komin til Harðangurs! Það er mjög róm- að, hve fallegt sé i Harðangri, og sú fjú-sta sýn, er við okkur blasti, er við komum til Eidfjord, varð okkur engin vonljrigði. Fjörðúrinn spegilsléttur með skógivaxin fjöll á allar liliðar, en græjiir akrar að baki. Kvöldið er yndisfagurt og sólin slær töfraljóma á umhverfið. Við húum í stóru gistihúsi, sem er upp- lýst með kertum og olíuljósum! Það var líka til- hreyting. Morguninn' eftir sigldum við af stað kl. 9. Förum fyrst úl Eidfjord sem er alstaðar fallegur. í Utue skift- um við um skip, og er síðan haldið áfram og inn í Surfjord (Suðurfjörð), sem einnig er liæði fallegur og hrikalegur, með háum fjöllum á háðar liendur, skógi vöxnum upp í miðjar idiðar en snævi þakin þar fyrir ofan, ]>ótt kominn sé 10. ágúst. Til Odda komum við kl. 2Yz og dvöldum þar til næsta morg- uns. Sjálfur bærinn er ekki óviðkunnanlegur og um- hverfið er tilkomumikið. En Oddi er verksmiðjubær með áhurðar- og karbid-verksmiðjum o. 11., og þess- ar verksmiðjur hafa mótað íbúana svo greinilega, að hvergi sá eg neitt því líkt. Þar gat átakanlega að líta, hver áhrif stóriðjan hefir á sálarlif og mannsbrag

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.