Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 17
SKINFAXI 61 irnar eru nú orðnar svo fjölbreyttar, að hver getnr iðkað þá íþróttagrein, sem bezt er við bans bæfi. Sjó- maðurinn getur til dæmis iðkað sund og glimur. Sveitamaðurinn göngur, kösl og hlaup. Konur fim- leika og látbragðslist o. s. frv. En allar þessar íþrótt- ir á að kenna mönnum í æsku, þá kemur það að mest- um og beztum notum. Það á að byrja á kennslunni í barnaskólum vorum. Þar á að kenna sund og fim- leika, glímur og göngur, skaula- og skiðafarir og aðr- ar nytsamar og nauðsynlegar íþróttir, við liæfi nem- cnda. Og engan ælti að ferma, sem ekki kann sund og eitthvað í fimleikum og glímum. Það á að vera oss metnaðarmál, að þjóðin úrkynjist ekki, og að hún verði aftur það, sem hún áður var: sannkölluð íþrótta- þjóð, sem ekki slendur að baki öðrum þjóðum, þótt fjölmennari séu. Yið eigum að taka upp merki for- feðra vorra og láta kenna æskulýðnum liollar og nyt- samar iþróttir. Og við eigum elcki að láta íþróttamenn vora vera eina um þessa endurreisn, heldur á bið op- inbera að styðja sem bczt viðleitni þeirra og láta nauð- synlegustu iþróltagreinarnar verða skyldunámsgreinar í öllum skólum landsins. Það er ekki liægt að neita því, að á síðustu árum hcfir áhugi vaxið mjög á líkamsíþróttum, sem betur fer. .— Þjóðin er að vakna. Hún er að komast að þeirri niðurstöðu, að íþróttaiðkanir eru þrótt-aulcandi, bæði fvrir einstaklinginn og þjóðina. Og að því fleiri menn, sein lcggja stund á íþróttir, því farsælli verður jijóðin og langlífari. — íþróttamenn vorrar aldar vilja notfæra sér þennan aflauka, til að efla einstaklingsþrekið og þjóðarþrosk- ann. — Þeir vilja ckki stofna til illdeilna eða mann- víga á neinn hátt, en efla drengskap, viljaþrek og iþróttakunnáttu landsmanna. — Og ]>eir eru sannfærðir um það, að séu iþróttir rétti- lega um liönd hafðar, þá cru þær bezta þroska- og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.