Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 10
54 SKINFAXI lán til atvinnureksturs síns. Eða rikir menn, sem verða að draga þá af kaupi verkamanna sinna. Við þetta er ekkert unnið. Það sér hver heilvita mað- ur. Hér er aðeins um hringavitleysu að ræða, sem fer bókstaflega í hring, eins og hvolpur, sem eltir rófuna á sér. Sá er aðeins munurinn, að yfir þessum vaxtareit- ingi er ekki léttur hlær, eins og yfir leik hvolpsins, heldur er liér um þungan barnalegan sorgleik að ræða. Það er óhætt að undirstrika það sem eilífan sannleika, að peningarnir eru ekki afl þeirra hluta sem gera skal. Það afl býr í okkur sjálfum. Réttu liandlegginn, og krepptu hann, þá finnurðu hvar það hýr. Það er ekki barnaskapur, að fara alltaf utan og fá lán til allra þeirra verka, sem eru til ])jóðþrifa; það er fullorðinna manna flónska. ísland á ótakmarkaða framleiðslumöguleika. Það er leikur einn, að lialda verzlunarjöfnuði þannig, að afgangur verði til efni- viðarkaupa utanlands frá. Vinnuaflið getur æskan lagt til endurgjaldslaust. Það eina, sem hún fær í staðinn og er öllum peningum meira virði, er að læra létt og rétt tök á öllum störfum. Þegnskylduvinnan þarf að verða bæði verkleg kennsla einstaklinganna og auðsuppspretta þjóðarinn- ar. — Sömuleiðis verður þá — og þá fyrst — hægt að kenna öllum nauðsynlegustu íþróttir. Og þegar íþróttin er runnin hverjum Islcndingi í merg og bein, er eins og þjóðinni allri vaxi ásmegin. Ekki má gleyma því, að í þegnslcylduvinnunni felst fullkomin fyrirmynd fyrir allar menningarþjóðir: að snúa lierafla sínum að sínum eigin vandamálum, í stað þess, að tefla honum fram mannkyninu til bölvunar. Er það vogun að vona, að Islendingar, sem fyrir þúsund árum settu þing til að jafna mál sín með lög- um, og skráðu bækur, sem geyma norræna menningu, geti enn i dag lyft lífinu til meiri fegurðar?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.