Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1931, Blaðsíða 6
50 SKINFAXI Muna hvað? Sorgina? — Nei, muna kostina: Gott lijarta, vel gert höfuð, málróm, bjart andlit, ljómandi augu, — efnilegan iíkama og hreina sál. I upphafi kvæðisins lieilsar skáldið unga manninum. Þegar kvæðinu hallar, kemur kveðjan: Eg kveð þig með kærleika, góði, þig, drenginn minn dána, í ljóði, en ekki í siðasta sinni. Þú lifir mér allt eins og áður---------- Þú gengur á göunni minni. Þú situr svo oft hjá mér inni. Já, ekki þarf nema að líta á mynd á þili, til þess að minningin geri lifandi þann, sem er látinn. Og ljós- ið sjálft hjálpar til: „Hver vorgeisli vaxandi fagur er venslaður verunni þinni, þinn hugur hver hreinviðrisdagur, því þaðan kom sál þin og sinni.“ Sjálft nafnið bendir til þess, að þessi sveinn er ætt- aður úr ljóssins landi. Nafnið bendir í þá átt: Hös- kuldur. Mundi hann heita eftir öðrum en Höskuldi Hvítanesgoða, sem Njála getur og sagði síðastra orða: „Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður.“ Undir þetta: Guð hjálpi mér, — getum við öll tek- ið, þegar i harðbakkana slær. Við erum svo vanmátta gegn ofurefli örlaganna og þcirra máttaröflum, sem umkringja oss alla vega. Oss f i n n s t, að bjart hafi verið yfir Höskuldi Hvítanesgoða, sem mælti þess- um orðum. Hitt vitum vér, að l)jart var yfir ung- menninu, sem hlaut nafn fornmannsins. Ásýnd lians og augun voru svo gerð, að af þeim lýsti og ljómaði. Sá svipur er kallaður norrænn og má rekja hann í huganum aftur i forneskju. Og mun hann eiga upptök

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.