Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1931, Page 3

Skinfaxi - 01.10.1931, Page 3
SKINFAXI 131 En hér verður ekki farið inn á þá leið, að rekja kosíi slíks né á galla. Ekki gert að umtalsefni, hver máttarstoð t. d. islenzkan hefir verið íslendingum um þjóðernislegt sjálfstæði gegnum aldir, né það frægðarorð, er liún hefir á lofli lialdið um ritsnilld þeirra og orðlist. Um liitt skal farið fáum orðum, livort einhvers yrði að sakna af sviði tungunnar sjálfrar og líðandi stundar, ef lagt væri t. d. niður eig'ið mál, en upp- tekin önnur tunga. Að hafa slílc skifti, hendir oft. Erfitt getur verið að nema erlent mál, en allajafna vinnandi vegur. Spurningin er þá þessi: Getur hið nýja málið fvlli- lega komið i stað þess, sem lærl var í æsku og við siðan höfum tamið okkur? Fljótt á litið virðist svo, sem hér myndi einu gilda. Það væri sama, hvort sagt væri t. d. vatn, vand, water, wasser o. s. frv., væru öll álíka að þýðingu og liljómfegurð. Eitt menningar-einkenni einstaks manns og þjóða, er að lialda tryggð við eigin tungu. Við erum stolt af okkar máli fyrir fegurð þess og frumleik, þíðleik þess og þunga, sem hæði er „grát- andi mál á grátins tungu og gleðimál í ljúfuni kjör- um“. Og sem sama skáld lýsir að hyggingu og mót- un i kvæðinu Skallagrímur: Og málið var byggt á brimslegnum grjótum, við bláhimins dýrð, undir málmfellsins rótum. Þess orð féllu ýmist sem hamars högg, eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg, eða þau liðu sem lagarvogar, lyftust til himins með dragandi ómi, eða lirundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar. Fleiri eiga fagrar tungur en við Islendingar, og liafa ærnar ástæður til þess, að þykja mikils um þær vert.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.