Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1931, Side 9

Skinfaxi - 01.10.1931, Side 9
SKINFAXI 137 íslendingum, er lcynnast vilja færeyskri ljóöagerð, skal bent á tvær bækur, seni fá má af gott yfirlit. Það er „Songbók Föroya fólks“, sem er stórt og gott safn færeyskra ljóða, og „Nýföroyskur skaldskapur", sem er úrval ljóða frá hinu nýja tímabili, er hófst með Djurhuus. Fátt færeyskra ljóða er þýtt á íslenzku. Sá, sem þetta ritar, man aðeins efiir að prentað sé: Hafið eftir Trond Olsen (Gestur: Undir ljúfum lögum), Til Færeyja eftir A. Ziska (Freysteinn Gunnarsson i Eimreiðinni 1925) og Móðurland eftir Jóanncs Patursson (A. S. í Skinfaxa 1930). A. S. MANSÖNGVAR. I. Eg styrk hef uð nýju til svefnlanda sótt, hve, sæl er mér hvíldin d friðsælli nótt. En dagur var strangur með háreysti’ og harlci og hrakning mér hjó lutnn með striti og slarki. Þá stendur hún hjá mér in hauldega drós, svo hitandi fögur og vermandi Ijós. Og inndæl er gangan um gróandi hlíðar, sem Gunnari forðum mér sýnast þær fríðar. Já, fögur er hlíðin og hýrleitt er sprund, mér hlýnar og birtir í dapurri lund. Og blánandi eyjar sig belta í kranzi, sem blikandi skikkjur i ódfanna dansi. Og svanninn mér bendir með sólhvílri lmnd: „Hvað sýnist þér, vinur, um hafið og lönd?‘ Ö, stanzaðu vorsól og virztu að bíða, eg vil enga breyting þái stundirnar líða.“ Eg styrk lief að nýju til svefnlanda sótt, og sárin mín græddi hin friðsæla nótt.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.