Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1931, Side 23

Skinfaxi - 01.10.1931, Side 23
SKINFAXI 151 að þylja nöfnin tóm. — Inni við má einnig hafa margs- konar leiki, ef fundir eru eigi fjölmennir. Mætti vel gera meira að þvi en tílt er. Vikivakar eru ágæt skemmtun, holl og menntandi. Jafnan er hægt að grípa til þeirra, hvort scm er úti eða inni; eins ef hrista þarf af sér mók eftir þreyt- andi umræður, eða hita sér i köldu fundarliúsi. Viki- vakahreyfing sú, sem nú er i byrjun, er verk U. M. F., og ættu vikivakar því að vera sjálfsagður skemmtilið- ur, hvar sem glaðir ungmennafélagar koma saman. Dans er út af fyrir sig holl hreyfing og góð. En venju- legast er liann iðkaður um nætur, þegar mönnum er hollast að sofa, í slæmu andrúmslofli: ryki, mannaþef, Ijósreyk og jafnvel tóbakssvælu. Vega þessir ókoslir margfaldlega móti hollustu hreyfingarinnar. Menning- arlegt gildi dans er helzt í þvi fólgið,að æfameðmönn- um prúðmannlegt lálbragð og fágaðar hreyfingar. And- leg þroskun fylgir honum litil eða engi. Hinsvegar er dans „áfengur", ef svo mætli segja. Danslöngun liættir við að verða að ástríðu hjá gleðigjörnum æskumönn- um, sem iðka þá skemmtun að mun. Má rekja það að nokkru leyti til kynferðilegra raka. Verður dans þvi stundum til að draga athygli um of frá hugsjónamál- um og þroskameiri skemmtunum. Af þessu þurfa U. M. F. að gæta hófs í dansiðkun, svo að engin áhugaéfni þeirra drukkni í „dansins ólgandi iðu“. Meinlaust verð- ur að telja, þó að sveitafélög dansi stundarkorn með hverjum fundi, þar sem þeir eru fáir á ári. Félög í þorpum og þéttbýli ættu ekki að dansa nema á sérstök- um skemmtifundum. Líklega væri hugsjónum U. M. F. hollast, að þau væru spör á dans. Verður þó að telja þau þvi aðeins hafa lieimild til róttæks sparnaðar í því efni, að þau geti séð slcemmtiþrá félaga fvrir full- nægju með öðru því, er meiri þroski fylgir. Til er það, að menn telja ósiðlæti fylgja dansi og hann ókristilegan og óhafandi. Slíkt er á ofstæki reisl

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.