Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1932, Síða 28

Skinfaxi - 01.03.1932, Síða 28
52 SKINFAXI Skinfaxa barst þessi merkilega bók til umsagnar rétt nýver- ið, og er honum alveg sérstakt ánægjuefni að geta hennar. Bókin er tillag Skaftfellinga til hátíðarinnar 1930, og hafa eigi aðrir lagt myndarlegar lil. Hún er vel prentuð, á góðan gljápappír, með fjölda prýðilegra mynda og sýslukorti. Ilitt er þó meira vert, að efnið stendur eigi að baki ytri búningi, — fjölbreyttar lýsingar á samlífi Skaftfellinga við þá trölls- legu náttúru, sem þeir búa við. Höfundarnir eru flestir bænd- ur og búalið, og ber bókin glæsilegt vitni máli og menningu skaftfellskrar alþýðu. Auk þess hlýtur hún að vera, það sem hún nær, næsta merkileg skýring á áhrifum landsins á þjóð- ina, sem í þvi býr, á því lífi, sem lifað hefir verið á landi hér í þúsund ár og mótun þjóðarinnar á þeim tíma. Enda vakti það eigi einasta fyrir útgefanda bókarinnar, að gefa út há- tíðarrit fyrir Skaflfellinga, heldur og að hrinda af stað söfn- un heimilda um mótun þjóðarinnar af samlífi hennar við náttúruna. Ilyggst hann halda slikri söfnun áfram og æskir um það samvinnu góðra manna um land allt. Er þarna um stórmerkilegt viðfangsefni að ræða. Bókin er ódýr eftir stærð og frágangi, kostar 20 krónur. Mun mega panta hana hjá Isafoldarprentsmiðju í Reykjavik og lijá útgefanda, séra B. 0. B., Ásum i Skaftártungu. Hana má ekki vanta í bókasöfn ungmennafélaga. Med Byrd till Sydpolen. En scout pá upptacktsfard. Av Paul Siple. Oskar Eklunds bokförlag, Stockholm 1931. — Höf. bókar þessarar, sem Skinfaxa hefir verið send í sænskri þýðingu, er 19 ára skáti, yngsti þátttakandi í suðurskautsför Byrds, sem fræg er. Hafði Byrd hoðið skátasambandi Banda- ríkjanna að senda fulltrúa í förina, og Paul Aærið valinn úr sæg umsækjenda. Bókin er fróðleg mjög, en þó ber hitt af, hve skýrt og skemmtilega pilturinn segir frá. Þessi hók og aðrar slíkar, er snerta félagsskap og dáðir æskulýðs úti í heimi, ættu að vera til í bókasöfnum U. M. F. Sænska þýð- ingin kostar s. kr. 3.75 í bandi. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.