Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1932, Blaðsíða 5
SKINFAXI 57 marks um, að eigi liefir verið kastað höndum að starf- inu né það unnið utangarna, að lengi á eftir hélt hann uppi bréfaviðskiptum við eigi færri en 35 einstaklinga og ung'mennafélög, víðsvegar á fjórðungssvæðinu. Um þetta leyti stund- aði Guðmundur sjó- róðra i Þorláksliöfn á vetrarvertíðum. Gerðisl liann þar foringi vex-- manna og örfaði þá til iþróttaiðkana. Æfði lxann þar fimleikaflokk í landlegum og fékk nokkra menn til að stunda með sér sund í sjónum, liverju sem viðraði. — Á þessum ár- um var G. jafnan sjálf- sagður keppandi á öll- um íþróttamótum, af hálfu Aftureldingar, og var svo um slceið, eftir að hann var farinn úr sveitinni og orðinn lista- maður. Á hann í fórum sinum fjölskrúðugt safn af verðlaunagripum frá þeim ánim. Hugur Guðmundar lxneigðist til lista þegar i bernsku. Var þá tíðum helzta dægradvöl hans, að teikna, mála og móta, og náði hann snemma furðulegum árangri. Vert er að gefa því gaurn, að fyrstu tilraunir sinar til leirhrennslu gerði hann scm smádrengur í hlóðunum heima i Miðdal. Tvo vetur innan fermingar var lxann i barnaskóla Reykjavikur, og fékk þar fyrstu tilsögn sína í teiknun. Þótti liann bera af öðrum börnum i þeirri grein. Árið 1917 tók Guðmundur fyrst að gefa sig alger- G. E.: Loki og Sigyn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.