Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 9
SKINFAXl
(U
einkum frá Alpafjöllum. Allar myndirnar, nema fjór-
ar, seldust á sýningunni, fyrir 5000 krónur. Hafa víst
fáir listamenn átt slíkum viðtökum að fagna, er þeir
hafa sýnt hér lieima.
Nú settist G. að hér heima og tók til óspilltra mála
við margvisleg störf. Meðal annars tók hann að leita
að islenzkri bergtegund, er höggva mætti myndir í.
Tókst honum að gera höggmyndir úr grásteini.. Hefir
mynd hans af stúlku með könnu, liöggvin í grástein.
Sýning hjá G.E. Grásteinsmyndin sést fyrir miðju á myndinni.
vakið mjög mikla athygli. Er hún eina stór mynd,
sem liann hefir gert úr því efni, en minnismerki Jóns
biskups Arasonar er í siníðum. — Þá fékkst G. um
skeið allmikið við svarllist, og er til fjöldi „raderinga“
eftir liann frá þeim tíma. Nú síðustu ár hefir hann
lagt þá grein listarinnar á hilluna. — Á sumrin ferð-
aðist hann og málaði, einkum á fjöllum og öræfum.
Hefir enginn listamaður fest á léreft jafnmikið af
dásemd og tign islenzkra óbyggða og hann.
Alltaf var það ofarlega í liuga Guðmundar, að breyta
íslenzka leirnum í góðar og merkilegar vörur. Hann
safnaði sýnishornum af leir á ferðum sínum um land-