Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 12
64 SKINFAXI en 25—28 langferðir, með tjöld, liesta og annan út- búnað til að „liggja úti“ og dvelja í óbyggðunum. Á vetrum fer liann þrásinnis sldðaferðir um Reykjanes- fjallgarð og nálægt bálendi. OÞá hefir hann farið um mestöll Alpafjöll og' klifið þar flesta merkistinda. Hann hefir farið um Svörlufjöll og griska hálendið og kom- ið á báfjöll Skollands. Það, sem hann hefir mælt um fjöllin, eru orð reynslunnar, og er því engin furða, að þcim fylgi kraftur slíkur, sem raun ber vitni. — í fjallaferðum og íþróttum er það einkum tvennt, sem áliugi (I. beinist að: útbreiðsla og efling skíðaíþróttar meðal islenzlcrar æsku, og að koma upp fjallaskálum, þar sem mcnn geti gist og dvalið, er þeir njóta dýrð- ar fjalla vorra og öræfa. Guðmundur Einarsson er bár maður og íturvaxinn, fríður sýnum, göfugmannlegur og glæsimenni að vall- arsýn og framgöngu. Hann er ræðinn og skemmti- legur i viðræðu, og er sem leiftri af augum lians og orðum, er liann talar um áhugamál sín. Hann er kvænt- ur og er kona bans þýzk, Tberesia, fædd Zeitner, frá Múnchen. Hún er manni sinum mjög samliend í störf- um hans og áhugamálum. Um það verður eigi sagt, hve djúp og víðtæk áhrif ungmennafélagsskapurinu hefir haft á G. E., né hve miklu störf og hugsjónir félaganna bafa valdið um að gera hann þann brautryðjanda, sem hann er. Sjálf- sagt valda Iiæfileikar hans og meðfætt eðli þar mestu. En lúll er vafalaust, að vorhugur U. M. F. hefir vak- ið hann í æsku, félagsskapurinn gefið honum viðfangs- efni, knúið fram hæfileika hans og krafta og veitt þeim tamningu, og hjálpað huga bans til flugs. Hann hefir lika jafnan starfað í anda félaganna. í öllum verkum hans og viðfangsefnum birtist tvennt: Vor- maður og sannur Islendingur. A. S.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.