Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 20
72 SIÍINFAXI sakir, fyrst og fremst ísl. glímuna. Nokkur rök skal færa þessu til stuðnings. íslenzk glíma hefir þann höfuðkost að vera fjöl- hliða íþrótt i áreynslu allri. Hún gefur ílestum vöðv- um tækifæri til áreynslu. I vörnum og brögðum glim- unnar keinst glímumaðurinn i sömu aðstöðu, eins og ieikfimismaðurinn í mjög fjölbreyttri leikfimi. Glím- an heimtar jafnvægi, beygjur, fettur, teygjur, bolvindu, fjaðurmagn og mýkt, varnarstökk og margskonar skjótleilc í undankomu bragða. Hún krefst krafta, snerpu og samstillingar allra vöðva og lieilbrigðrar heilastarfsemi. Með fjölbragðakunnáltu verður kerfið fegurra, listfengara, sígildara fyrir þroska iþrólta- mannsins, andlega og likamlega. — Samæfingar í leikfimiskerfum lieimta, að liver ein- staklingur beri svip heildarinnar. I staðæfingum eiga allir þátttakendur að taka sömu æfinguna, á sama tíma, með sama liraða, eftir sömu skipunum sama manns. Þetta reynist ýmsu fólki allerfitt, en flesta má þó þjálfa svo, að þeir nálgisl það, að bera svip heildar- innar, fylgjast með i leikni og Iiraða. I þessu er fólgin allmikil áreynsla, en þegar því marki er náð, að geta lireyft sig á sama hátt á sama tíma, eins og aðrir í flokknum, þá gctur hugurinn farið að livila sig og flokksstarfsemin verður vélræn. Þegar leikfimiskenn- ari skipar: Djúp öndun með knébeygju, hællyftu óg armteygju út og upp -—- taka allir æfinguna. En meðan æfingin er gerð, vita allir þátttakendur, að næsta skip- un er: Hliðbeygja, fyrst til vinstri o. s. frv., og æfingarn- ar halda áfram. Þetta verður utanað lært kerfi, sem kennarinn setur í gang. Leikfimi bcr sízt að lasta, því að hún veilir heilsusamlega og nauðsynlega hreyfingu, en hún getur steinrunnið, þannig, að hugsunin skerpist eigi við endurtekningu kerfisins. — Viðhorf ísl. glímu er allt annað. Þar verður íþróttamaðurinn að vera sjálfstæður og

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.