Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 22

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 22
74 SKINFAXI hefir iijá keppinautnum, geiur það valdið úrslitum um fall, að nota veila aðstöðu liins á hárréttu andartaki. Engu má skeika. Með ótrúlegum skjótleik verður margt aið gerast í senn, vörn og sókn á víxl, með látlausum skiftum andstæðra hugsana. Þetta verður stundum kák, en góður glímumaður ályktar rélt á réttri stundu. Hann reynir ekki á kraft- ana í tilgangsleysi, heldur lætur tækifærin bjóða sig og notar hvert eitt. Eg tala um glímnna af nokkurri reynslu og athugun- um. Eg þori að fullyrða, að hún getur orðið öflug stoð i uppeldi þjóðarinnar, ef rétt er stefnt. En því má ekki gleyma, að það kostar áreynslu og þjálfun, að nota aldrei óleyfileg brögð, óleyfilegar varnir, nið, hefnd, hrekki, stóryrði eða reiði, en aftur á móti ná fagurri framgöngu, falla hcldur með sæmd, en standa með vansæind, þola ósigur. í raun og veru er það ekki ósigur, að falla i drengi- legri viðureign. Hitt er ósigur, að láta undan lægri livöt- um á þeim stundum. Ef til vill reynir það mest á kapp- ann fallinn, að standa upp af gólfi, broshýr, frjáls og glaður, og rétta keppinaut sínum höndina vingjarn- lega. Glíman á að vera einn þáttur í því uppeldi, að leita sannleikans, gera aldrei vísvitandi rangt. Takist ekki með upþeldinu að hjálpa einstaklingnum í þvi, að snúa baki við öllu ranglæti, er það litilsvirði, þótt heimurinn sé fullur af skólum, þar sem barmafylli er fræða og þekkingaratriða, og þótt einstaklingurinn andi þar að sér uppgufun af einum agnardropa af vizku veraldar- innar. Gunnar M. Magnússon.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.