Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 25

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 25
SKINFAXl 77 ann og auka sjálfstraust æskunnar og um fram allt skapa fyrirmyndir og áhugamál, Fornsögur íslendinga hafa um langan tíma verið máttug lind, lil að örfa og herða viljastál dalabarn- anna íslenzku, móti hvers konar kuldagjósti og erfið- leikum, og þangað hefir æskan sótt áhugann til íþrótta- iðkana. Eg vil segja, að sá kyndill, sem áhugi og' kraft- ur æskunnar sífellt tendrar, íþróttirnar, sé tekinn heint af þjóðararninum; þeim arni, sem forfeður okkar tendruðu. Þá hafa orðin, sem Ari Þorgilsson ritaði, ekki liaft lítil álirif á æskumanninn, sem draumfanginn teygaði af gnæglum forn-sagnanna: „Þá var landið skógi vax- ið milli fjalls og fjöru“, ekki átt lítinn þátt i, að hug- myndin að „klæða landið“ skógi, jafnt inn til dala sem út á yzlu andnes, hefir orðið áhugamál íslenzkrar æsku. Menntaþrá æskunnar liefir greitt mörgum frjóanga leið fram í dagsljósið, sú þrá er ættarfylgja frá hinum námfúsu Keltum — sú þrá, sem gert hefir garðinn frægan, og greipt hefir nafn eyþjóðarinnar íslenzku gullnum stöfum í meðvitund allra menningarþjóða heimsins. Menntun og menning eru þeir liyrningarsteinar, sem íslenzk æska byggir á. En livað er það, sem öld fram af öld hefir hljómað i eyrum dala-barnanna íslenzku? Og hvað er það, sem fyrst og fremst tengir alla íslendinga saman, lmg við hug og lijarta við hjarta? Það er móðurmálið, íslenzk- an. Þessi dýri arfur okkar var um eitt skeið nærri glat- aður. Það var þegar vetrar-kuldinn og myrkur ófrels- isins lagðist um tindana íslenzku, og skyggði á dýr- asta gimstein íslenzku þjóðarinnar, málið. En vorið kom og með þvi „vormenn“, sem skófu sorann burtu, sem fallið hafði á þjóðargimsteininn; og síðan hefir æskan bundið verndun móðurmálsins í sveig áhugamála sinna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.