Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.04.1932, Qupperneq 29
SKINFAXI 81 fremur en áfengi. Og enginn má láta sér til hugar koma, að gera áfengið að mjólkurkú þjóðarbúsins, því að þeir peningar eru sannarlega blóðpeningar, sem ])að gefur rikissjóði. Margt er nú rætt og ritað um þessi mál, og virðist ekki vera allt sem viturlegast, né bollt aflestrar, og get eg ekki stillt mig um, að minn- ast í þessu sambandi á smáklausu úr langri grein um áfengismál íslendinga fyr og nú, eftir ungan lögfræð- ing. Hún er svona orðrétt: „Ef menn drekka lióflega, siðlega og fallega, getur það verið þeim til ánægju, og verða þeir, sem það gera, sízt taldir menningarminni en þeir, sem hafna vínnautn alveg.“ Hvert er innibald þessarar greinar? Það er: Heill sé ])ér, hófdrykkja! Þetta þarf eigi frekari skýringar við; allir vita hvað það orð táknar. T ó b a k. Lágar bafa þær raddir verið, sem kom- ið liafa fram um það, að menn gætu verið án tóbaks. Það er kannske af þvi, að 90% mannsins er vani. En ný kynslóð revnir nýja stigu og markar tímamót í þró- un lifsins. Hún á að bafna þeim löstum og steingerð- um vana, sem forfeðurnir hafa skilið eftir, og semja sér nýja ferðaáætlun. Það væri hraustlega gcrt af nú- verandi æsku íslands, ef bún lcastaði hinuin erfða vana og strikaði út úr dagbólc þjóðarinnar notkun tó- baksins. En það á sammerkt áfenginu, að valda and- legu og efnalegu tjóni, en aðeins í annarri mynd. Flest- ir liafa eflaust veitt því eftirtekt, hve lymskulega vind- lingurinn ræðst á unglinginn, og þegar bann liefir náð honum á vald sitt, þá kemur annað á eftir neyzla áfengis. Tóbakið hefir inni að balda eiturefni (nicotin), sem liefir seigdrepandi ábrif á líffæri líkamans. Hér mun sérstaklega verða vikið að vindlingunum. Margir vísindamenn stórþjóðanna bafa látið uppi álit sitt á þeim, og er það í sluttu máli þetta: Siðferðilega spill- ingin, sem af vindlinganautn getur leitt -— og' leiðir jafnan, fyr eða síðar — er óútreiknanleg og bræðileg.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.