Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 31
SKINFAXl 83 líklegur er til að varpa neistum yfir láð og lög, einstak- lingum og þjóðum til framfara. Daníel Ágústínusson. Upp til fjalla. Það skín ú tindana, skarpa og háa, er skyggja við heiðið fagnrhlúa, því úrröðnll vordagsins leiknr um landið og litar gljáskreytta ennisbandið. Ég vil út, ég vil upp, til að horfa yfir heiðar, hagana, fannir og merkur breiðar. Eg beizla fákinn og býst í skyndi; og byggðin hverfur sem lauf fyrir vindi. Allt hlakkar af fjöri, allt leikur í lyndi; Ijósálfar vaka yfir skrúðgrœnu strindi. Hópurinn glaðnar við gleðinnar skálir, glösunum veifa langþráðar sálir, — salir, er þrá allt það frelsi að finna, er fjallanna viðfeðmi býður til kynna —. Hefjast úr móðu’ upp i blásali bjarta, sem blika við sérhverju leitandi hjarta. En fákarnir magna það alsœlu yndi, sem enginn fœr lýst, þó hann fýsa það myndi; þeir bita á jaxlana, fjöróðir frísa, af fráneygu hvörmunum leifturin rísa. Ó, mannlega tónlist, þú mátt þig ei stæra, há markanna gýgju þeir sirengina hræra og grundin, hún titrar und fjörgammsins fótum, er flutti lxenni lagið á hreinustu nótum. Sprett er af mörnnum fjallsins við fætur, flokkurinn ráðast lil uppgöngu lætur. Að klífa braltann er æskunnar yndi, mót ylrikum geislum og frálands vindi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.