Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1932, Side 37

Skinfaxi - 01.04.1932, Side 37
SKINFAXI 89 annt um, og heimilisiðnað hefir það stutt eftir megni, m. a. með því að eignast og starfrækja prjónavél um mörg ár og hafa til sölu við vægu verði ýms prjóna- föt. — Ýms fleiri nytjamál hefir félagið stutt og átt frumkvæði að, og hefir álirifa þess gætt því nær á öll- um sviðum, bæði beint og óbeint. Tala virkra félagsmanna liefir vanalega verið um 50—60 frá upphafi, en er nú um 80, og auk þess starf- ar barnadeild félagsins síðan 1927, og undirbýr liún jarðveginn. Það er því öðru nær en vottur sjáist um að kyrkingur sé i félaginu, eins og ýmsum ungmenna- félögulm nú. Á það skal og bent, öðrum U. M. F. til fyrirmyndar, að félagið hafði frá upphafi algjört vínbindindisheit á stefnuskrá sinni, hvarf frá þvi, er bannlögin gengu í gildi, en er sýnt þótti, hvernig fór um framkvæmd þeirra, tók það upp bindindisheitið aftur og hefir aldrei lcvikað frá því síðan, og með þeim árangri, að drykkju- skapur er alls ekki til i sveitinni. Er það gæfa Svarfaðardals, að hafa átt og eiga nú tvö öflug ungmennafélög starfandi, enda liefir andi ungmennafélagsskaparins sett mót sitt á menningu sveitarinnar og færi betur, að sem flestar sveitir hefðu slíka sögu að segja. Freymóður Jóliannsson, málari. Mér er ennþá i minni atvik, sem gerðist fyrir nokkr- um árum á Akureyri. Það var sumar, en grá þoku- ský hengu úr lofti og niður að jörð. Eg reikaði um gölur bæjarins með kunningja mínum. Fólkið, sem við sáum á götunum, og hitt, sem gægðist út um

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.