Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 38

Skinfaxi - 01.04.1932, Page 38
90 SKINFAXI gluggarúðurnar, var alil með einhverjum þyngsla- og ólundarsvip, eins og þokan í loftinu. Innarlega i bæn- um gengum við fram hjá iiúsi einu, og þá heyrðum við háværan, hreinan og hvellan söng, út um opinn glugga á annari liæð; var auðheyrt, að einhver söng þar við vinnu sína, því að sungið var í lotum. Þessi söngur stakk svo mjög í stúf við þokusvipinn á öllu Frá Hrísey. ’umiiverfinu, sem eg liafði séð þarna, að eg stanzaði ■og iilustaði með álíka unaðstilfinningu, og ef eg hefði séð sólina brjótast gegn um allt þokuþylcknið. „Þaö cr hann Freymóður,“ sagði félagi minn, og hreimur- inn i röddinni gaf til kynna, að hann vildi að við héld- um áfram, og það gerðum við. En eg gat ekki látið vera að dást að þessu hugrekki mannsins, að syngja svona út í þokuna, sem virtist beygja alla aðra. Hann bauð þokunni byrginn og lifði sínu lífi, og starfaði óþjakaður, þrátt fyrir drungann úti.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.