Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1932, Síða 43

Skinfaxi - 01.04.1932, Síða 43
SKINFAXl 95 Félagsmál. AfmæTi sambundsins. Sambandsstjóri hefir leilað álits formanna sambandsfélag- anna um það, hvort fært nmndi að halda almennt ungmenna- félagamói í Þrastaskógi í júní, um það leyti, sem U. M. F. í. •er 25 ára. Yfirleitt hafa formennirnir lokið lofsorði á hug- mynd þessa, en það er sýnilegt, af þeim svörum, sem komið hafa, að mótið yrði ekki sótt, nema úr næstu héruðum, vegna kreppu og almenns féleysis. — Sneri þá sambandsstjóri sér til útvarpsráðs og mæltist til, að einu útvarpskvöldi yrði varið til þess að minnast afmælisins. Voru svör útvarpsráðs bæði greið og góð. Mun „æskulýðnum stefnt að útvarpstækjum landsins“ eitthvert kvöld í vor, en eigi er nánar tekið til, hvenær það verður, né hvernig dagskrá verður háttað. Nýtt sambandsfélag. Vestur í Álftafirði við ísafjarðardjúp er nýslofnað ung- mennafélag, er nefnist Geisli, og hefir gengið í sambandið. Stofnfélagar voru 32, en forystumenn munu vera nemendur frá Núpi. Skinfaxi býður félag þetta hjartanlega velkomið í hópinn. U. M. F. Huld i Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp hefir sagt sig úr sam- bandinu. Það var um eitt skeið sterkt félag og starfsamt, og bar þar mest á systkinunum á Laugabóli. Nú er það fámennt. Skíðaíþrótt. U. M. F. Árvakur á ísafirði hélt skiðanámskeið nú á síðari hluta vetrar, og fékk Norðmann einn, Torvö að nafni, til að kenna. Er það sami maður og kenndi skíðaíþrótt á Siglufirði i fyrra og gekk síðan á skíðum suður yfir Kjöl. Skinfaxi hefir eigi fengið nánari fregnir af námskeiðinu. U. M. F. í Dalasýslu höfðu sundnámskeið yfir febrúarmánuð, i laug þeirri liinni myndarlegu, er þau hafa reist að Laugum, bæ Guðrúnar Ósvifursdóttur. Nemendur voru milli 30 og 40 og árangur hinn bezti. Látinn félagi. Eggert Bjarnason bankaritari lézt nýlega, 26 ára

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.