Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1932, Side 44

Skinfaxi - 01.04.1932, Side 44
96 SKINFAXI gamall og hinn efnilegasti maður, gáfaður, einbeittur og vin- sæll. Hann var um skeið meðal fremstu starfsmanna' U. M. F. Eyrarbakka. U. M. F. Drengur í Kjós. Formaður félagsins, Djarni Ólafsson í Vindási, segir svo frá, í bréfi tii sambandsstjóra: „U. M. F. Drengur er nú í byrjun ársins 1932 fjöbnennara en nokkuru sinni áður, og má svo heita, að æskulýður sveitarinnar hafi nú skipað sér óbrotinn undir merki þess. Annars þykist eg lýsa ástandi félagsins að öðru leyti bezt með þvi, að gefa fáorða skýrslu uin aðalstarfsemi þess s. 1. ár. Það ár, 1931, liélt félagið sjö málfundi, flesta að vetrin- um, og gaf út sex tölublöð af blaði sinu, „Hreiðari heimska“, en það ræðir félagsmál og almenn mál og flytur sögur og kvæði. Félagið keppti við U. M. F. Afturelding og íþróttafélagið Stefni, á íþróttamóti, sem háð var að þessu sinni að Kolla- firði. Einnig efndi það til íþróttakeppni fyrir drengi, innan héraðs. Varð þátttaka allgóð. Á árinu var einnig hafizt handa að undirbúa hyggingu íþróttavallar i sveitinni. Lokið var við að endurbæta samkomuliús félagsins. Einn dag á slættinum fóru ungmennafélagar, um fjörutíu að tölu, piltar og stúlkur, heim til efnalitils bónda i sveit- inni, sem átti við vanheilsu og þröng kjör að búa, og slógu þar og rökuðu nókkurn hluta dags. Einnig hjálpuðu nokkrir ungmennafélagar við þurrk á heyinu, en það var um sjötíu hestar alls. Nokkrar almennar skemmtanir liélt félagið á árinu, og eina skeinmtun fyrir börn innan 14 ára. Slíkar barnaskemmtanir lieldur félagið á liverju vori. Sækja foreldrar þær, með börn sín, svo að segja af hverju heimili i sveitinni, enda njóta þær almennra vinsælda og laða vafalaust hugi barnanna að fé- laginu. Ahnenningur á félagssvæðinu fylgir vel málefnum félags- ins og störfum. Má marka það m. a. á því, að á síðasta mál- fundi okkar sátu um 30 utanfélagsmenn. Var hann haldinn á öskudaginn, og allir boðnir og velkomnir, eins og venja er lijá okkur þann dag ár hvert.“ -—- —- „Drengur" er 10 ára, og virðist vera „vaskur og batnandi“. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.