Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 5
SKINFAXI 129 Voii mannkyn færisl þéttar saman senn, Jjví samhyggjan er lífsins mikla raust. — Og til þess eru allir þessir menn, að eiga saman það, sem vantar enn, liið frjóa vor, sem vex fram endalausl. — Og til þess ert þú, æska, í heiminn horin, að elska, starfa’ og tengja saman vorin. Þér, vormenn íslands, — yðar bíður nú hin unga tíð, er heimtar nýja sál í vora litlu þjóð, — í þeirri trú, að þetta tand sé eitt og sama hú, eins og íslenzlcan er eitt og sama mál. Tak hlys þín, æska, og sjáðu sjálf öll meinin, þá sigrar þú — og finnur óskasteininn. J ó li a n n e s ú r Ií ö 11 u m. U. M. F. í. 25 ára. Útvarpskvöld 17. júní 1932. I. Ræða Aðalsteins Sigmundssonar sambandsstjóra. Það var óvenju mikil vorólga og gróandi í þjóðlifi Islendinga á fyrsta áratug þessarar aldar. Þá fékk land- ið innlenda stjórn, og almennar og lieitar en áður var barizt fyrir fullu frelsi. Þjóðin mátti þá loks heita vökn- uð til vitundar um lilutverk sitt og tekin að finna og nota það helga afl, sem slík vilund veitir. Hún vildi slíga sem fljótast spölinn, sem hún hafði dregizt aftur úr frændum sinum og grannþjóðum liðnar kúgunar- aldir, og vera jafnborin þjóð meðal þjóða. — Merkasti og glæsilegasti ávöxtur þessarar vorlieitu gróandi þjóð- lífsins er ungmennafélagsskapurinn, þegar æskan um

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.