Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1932, Side 26

Skinfaxi - 01.10.1932, Side 26
150 SKINFAXI Héðan og handan. Nýtt tímarit. Jafnhliða Jtessu hefti Skinfaxa kemur út 1. hcfti af nýju tímariti, er „Sunna“ nefnist. Það er ætlað skólabörnum, og. ryðst því ekki inn á svið annarra tímarita. Útgefendur og rit- stjórar eru Aðalsteinn Sigmundsson og Gunnar M. Magnús- son, báðir kennarar við nýja barnaskólann í Reykjavík. Rit- ið er i sama hroti og Skinfaxi, keiiiur út (i sinnum á ári, í mánuðunum október—april, 2 arkir í senn, og kostar 2 krón- ur árgangur. Útgáfan verður hin vandaðasta og margt tnynda. Hlutverk tímarts þessa á að vera: 1.) Að flytja nytsamar og hressandi nýjungar og skemmtun inn i nám og skólalíf barna. 2.) Að sjá skólabörnum (og kennurum um lcið) fyrir viiinuefni (handavinnu o. fl.) og leikum í sambandi við nám- ið. 3.) Að fíytja leiðbeiningar um barnaleiki, íþróttir, útilíf og heilsuvernd. 4.) Að vera miðstöð barnamenningar í land- inu. — í bverju hefti er ætlazt til að verði: leiðbeining um einhverja skólavinnu handa börnum, saga eða annað til gam- ans, fróðleikur, frásögn um nýjungar, er börn varða — allt með meiru eða minnu af myndum — og svo efni eftir börn (ritgerðir, sögur, vísur, teikningar o. fl.), myndir af barna- vinnu og barnaleikum o. s. frv. Færeyskar bækur. Ritstjóri Skinfaxa dvaldi i Færeyjum um stund í sumar og flutti fyrirlestra á námskeiði færeyskra kennara. í þeirri för kom hann því til leiðar, að helztu bókaútgefendur í Færeyj- um sendu úrval úr útgáfubókum sinum til sölu hér á landi. Bækurnar eru í Bókaverzlun F,. P. Briem í Reykjavik og er birt verðskrá um þær á kápu þessa lieftis. Þar eru ýmsar prýðilegar bækur, og málið getur liver íslendingur lesið sér að fullu gagni. Leiðrétting. 'i'vær prentvillur hafa orðið i Glímusöng Sigv. S. Kaldalóns, í 3.—4. hefti Skinfaxa ]). á. Það vantar jfr fyrir <j í aðalrödd- inni yfir -ar (foldor skauti); og í endurtekningunni: „Lifa cnn“ á nótan í hassa og tenor að vera á f sæti en ekki a yfir enn (I.ifa enn).

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.