Skinfaxi - 01.10.1932, Síða 6
130
SKINFAXI
gjörvallt land lók höndum saman um aö liefja „íslands
þjóðar endurfæðing“ og vinna „íslandi allt“ sitt starf.
Það er talið vera eðli íslendinga, að vera hægfara
og seinir til stórræða. En æskan fyrir 25 árum var
ekki lengi að átta sig og skynja veður í lofti. Fyrsla
ungmennafélagið var stofnað á Akureyri í ársbyrjun
1906, haustið eftir var stofnað félag í Reykjavík, og
sumarið 1907 var myndað landssamhand slikra félaga,
Ungmennafélag Islands, en vér minnumst í kvöld 25
ára afmælis þess. — Á þremur árum mátti lieila, að
alda hreyfingar þessarar flæddi um allar liyggðir lands-
ins og lirifi með sér kjarnann úr æsku þjóðarinnar.
Og það var engin andartakshrifning, sem þar gerðist.
Áliugamenn ungmcnnafélaganna fyrsta áratuginn bera
glögg merki þeirra allt að skapadægri. Og þeim liitnar
í hamsi og hjörtu þeirra slá örara við það eitt, að heyra
nafnið ungmennafélag.
Blómatími U. M. F. var frá 1906 og fram á fyrslu
stríðsárin, en síðan liefir verið daufara yfir þeim, þótt
jafnan hafi þau verið og séu sterkur þáttur í lífi æsk-
unnar, einkum í sveitum landsins. Félögin eru að vísu
fjölmennari nú síðustu ár en nokkru sinni fyr, og
eg lield þau vinni meira af sýnilegum verkum en áður.
En eldmóðurinn er livergi nærri slíkur, og áhrifin á
einstaklingana ekki jafn djúptæk og var í upphafi.
Sýnileg verk U. M. F. eru mikil og margvísleg — þeirra
verk beinlínis, og hin, sem unnin liafa verið þeirra
vegna. Þar eru héraðsskólar, sundlaugar, fundahús,
trjáreitir, vegir og fjölmargt fleira. Þessi verk veita
félögunum rétt til veglegs sætis með þjóðinni. En þau
eru ekki og verða aldrei þýðingarmesti þáttur í'élags-
starfsins. Það eru áhrifin á einstaklingana, það aukna
víðsýni, sá menningarauki og sú þroskaviðbót, sem
æskumenn 20. aldar hafa hlotið, vegna hugsjóna og
starfsemi U. M. F., sem gefa þeim megingildi. Slíkt
verður hvorki mælt né vegið né tölum talið. En vér,