Skinfaxi - 01.10.1932, Page 7
SKINFAXI
131
sem notið höfum félaganria, vitum gerst, að licr er
ekki um smámuni að ræða.
Ýms rök liggja lil þess, að daufara gerðist yfir starf-
semi U. M. F., er stundir liðu, en var í öndverðu. Má
nefna það fyrst, að afturkast lilaut að koma, þegar fífl-
djörfustu hyrjunarvonirnar brugðust. U. M. F. ætluðu
sér að klæða landið skógi og bjuggust við, að það tæk-
ist fyrirhafnarlítið á fáum áratugum. Kappið hlaut
að minnka, þegar skógurinn spratt liægar en vonað
var. ■— Þá kom efnishyggja striðsáranna og dró hugi
landsmanna að fjáraflamálum og eiginliag, frá liug-
sjónum og fórnum. Þetta ltom niðuri á U. M. F. á ýms-
an hátt, og eigi sízt í þvi, að lcynslóð sú, er óx upp á
striðsárunum og fékk þá mótun sina, varð áhugaminni
og síður hneigð til liugsjóna en kynslóðin á undan, og
fengu félögin þvi eigi þaðan næga endurnýjun til að
halda eldi sínum brennanda. — Elztu félagsmennirnir
eltust frá félagsskap æskunnar, yfir á starfsvið íulltiða
manna, og fluttu þangað með sér liugsjónir U. M. F. og
starfsmál. Það varð málefnunum stuðningur, að verða
þjóðmál úr félagsmálum, en eigi að sama skapi félög-
unum til fjörauka. En furðu margt af því, sem gert
hefir verið síðustu ár, þjóð vorri til menningarauka
og liagsbóta, er liugsað uppliaflega og rætt í U. M. F.
Enda standa gamlir starfsmenn U. M. F. nú víða í
fremstu röð meðal starfsmanna og áhrifamanna þjóð-
arinnar.
Að einu leyti liefir hnignun U. M. F. verið sjálfskap-
arvíti — að ýms þeirra liafa elzt og stirðnað með kyn-
slóðinni, sem stofnaði þau. Frumherjarnir liafa margir
verið svo önnum kafnir að vinna sjálfir að félagsmál-
unum, að þeir hafa eltki gætt þess, að sjá þeim, sem
yngstir voru í félögunum, fyrir verkum. Af þessu leiddi,
að yngstu félagarnir fengu hvorki tamningu sem skyldi,
né svölun starfsþörf sinni og viðnám þrólti sínum, og
þeir vöndust því, að áhugamálum þeirra væri ofaukið,