Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 12
SKINFAXI 130 er mér siður kunnugt, en veit þó að þær muni vera til. Af liendingu veit eg, að það var U. M. F. Drífandi, sem kom þvi til vegar, að Markarfljótsgarðurinn var byggð- ur, þcgar Fljótið var tekið að renna austur með Eyja- fjöllunum og tjón vofði þar yfir mörgum jörðum. Einn árangur af starfi Ungmennafélaganna var end- urreisn íþróttanna. Glíman, sem var að falla í glevmsku, náði nú mik- illi útbreiðslu. Leikfimi, sund og ýmsar aðrar íþróttir voru við- fangsefni Ungmennafélaganna. Má óhætt fullyrða, að þau hafi flýlt fyrir og jafnvel fætt af sér ýms þau fé- lög, sem nú leggja sérstund á hinar ýmsu íþróttir. Það voru Ungmennafél., sem beittust fyrir fyrsta allsherj- ar-íþróttamótinu 15)11 og veittu því forstöðu. Alll fram að því, er Ungmennafélögin komu til sög- unnar, var margt það, sem þjóðlegt var, vanmetið af öllum ahnenningi. Var áherzla á það lögð, að brcyta viðhorfinu hvað þetta snerti, og að sjálfsögðu með eigi litlum árangri. Þá var virðing fyrir móðurmálinu eilt af liví, sem vannst á um. Skógrækt var eitt af áliugamálum félaganna, en þar liefir árangur orðið minni en aúla mætti. Veldur þar sitt hvað. Þekkingarskortur og fljóthugur vísast rnestu, og einnig það, að forysta þjóðfélagsins sjálfs um þessi mál befir livorki haft skilning né lagni til þess að notfæra sér þann liðsdrátt, sem liér var fvrir hendi til afkasta á þessu sviði. — Og satt að segja munu von- irnar hafa dvínað um of hjá sjálfu æskufólkinu um möguleikána, sem á ]>ví eru að „ldæða landið“, og jafnvel endað í vonleysi hjá æði-mörgum. Þess vegna eru það ein hin gleðilegustu líðindi, þeg- ar jafn margfróður og ágætur vísindamaður og pró- fessor Weis frá landbúnaðarháskóla Dana og einn aðal- starfsmaður józka Heiðafélagsins, sá er nýlega var

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.