Skinfaxi - 01.10.1932, Qupperneq 16
140
SKINFAXI
III. Ræða Aðalbjargar Sigurðardóttur.
Háttvirtu tilheyrendur!
Þegar eg var beðin að tala hér nokkur orð í kvöld,
á þessum 25 ára minningardegi ungmennafélaganna,
þá fannst mér eg ekki geta neitað því. Eg minntist
alls þess, sem ungmennafélagsskapurinn var mér í
æsku, og óteljandi glaðar stundir rifjuðust upp fyrir
mér, frá fundum félaganna og starfi, bæði innan fjög-
urra veggja og úti i náttúrunni; eg liugsaði með mér,
að eg gæti þá varið þessum minútum, sem eg tala hér
i kvöld, til að þakka þær.
Þegar eg lít til baka til þeirra ára, sem eg var ung-
mennafélagi, þá er mér það ljóst, að ekki litinn liluta
af mínu glaða æskulífi á eg þeim félagsskap að þakka,
bæði liér lieima og i Noregi. Þvi að þegar eg kom til
Noregs rúmlega tvítug, tóku ungmennafélagar þar inér
tveim höndum og gerðu allt, sem þeir g'átu, lil þess
að gera mér veruna þar í landi sem unaðslegasta. Þeg-
ar eg því hugsa til ungmennafélagsskaparins, þá er sú
hugsun samtvinnuð endurminningum um líf, fjör og
saklausa gleði; þar sem þróttur æskunnar fær útrás,
ýmist í heilbrigðu starfi, helzt úti i náttúrunni, eða
Ieikum og glaðværð, sem samfara er öllu eðlilegu
æskulífi.
En nú á seinni árum, síðan eg er farin að fá hetra
yfirlit yfir mitt eigið hf, þá eru það þó ekki fyrst og
fremst gleðistundirnar, sem eg er ungmennafélögun-
um þakklát fyrir, þó að hamingjan viti, að þær eru
mikils virði. Það er annað, sem eg er miklu þakklát-
ari fyrir, og sem sennilega liefir verið mér hinn lieppi-
legasti undirbúningur, sem eg gat fengið, undir vissar
hliðar af minu síðara lífi. I ungmcnnafélögunum fékk
eg æfingu i að skrifa og tala, æfingu í að vinna með
öðrum að sameiginlegu marki, augu mín byrjuðu að
opnast fyrir þýðingu samstarfsins, þar sem heill heild-