Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.10.1932, Blaðsíða 21
SKINFAXI 145 að ungmennafélögin verði hér eftir eins og liingað lil, umfram allt boðberar vorliugans, og að þeim lakist að gróðursetja bjá félögum sínum skilninginni á rétti alls lífs og elskuna til þess. Með því geta þau gert sitt til þess, að yfir framtiðarlandinu verði ofurlitið bjart- ara en er yfir beiminum nú í dag. Sigvaldí S. Kaldalóns t ó n s k á 1 d. Ritstjóri Skinfaxa liefir beðið mig að skrifa nokltur orð um tónskáldið Sigvalda Kaldalóns, og er það með gleði gert. En bins vegar skal það þegar tekið fram, að sá, sem þetta ritar, er enginn sérfræðingur í tón- listarfræði og er það þvi álirif og álit leikmanns í því efni, sem bér verður fært í letur. Væri og vel, ef lin- ur þessar mættu verða til þess, að íslenzlc tímarit gæfu því meiri gaum, að kynna tónskáldin fyrir þjóðinni, l'remur en verið hefir. Ekki eiga þau það síð'ur skilið cn aðrir, að þau séu pcrsónulega kynnt þjóðinni í rit- um, þvi að í tónskáldum slær einmitt ein af þeim æð- um þjóðarinnar, sem sizt má án vera. Hvað er þjóð án söngs og annarra lista? „Moldvarpa i bolu sinni.“ Það mun sízt ofmælt, að1 Sigvaldi tónskáld Iíalda- lóns sé einn binna allra merkustu núlifandi íslendinga, og er vel lil fallið, að Skinfaxi minnist bans að nokk- ru, ekki sízt fyrir þá sök, að bann er æskunnar maður í anda og sannleika; þar með er þó ekki meint, að tón- ar bans nái ekki til annarra cn æskunnar, síður en svo; þvi að vart mun vera lil nokkurt íslenzkt söngeyra, ungt eða aldið, sem ekki befir hlýtt á lög Iians, og varla mun nokkur íslenzk söngvasál Iiafa komizt bjá því að töfrast af tónum þeim, er Sigvaldi slær á börpu sína.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.