Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1932, Side 28

Skinfaxi - 01.10.1932, Side 28
152 SKINFAXI bezta fram, en var fámennari en skyldi. Fyrst flntti síra Þor- geir Jónsson snjalla ræðu. Þá töluðu þau fyrir minni sam- bandsins, Gestur Andrésson á Hálsi i Kjós og Rannveig Þor- steinsdóttir i Reykjavík. Eftir það fóru fram umræður um bindindismál, og tóku margir til máls. Meðal ræðumanna var Sigfús Sigurhjartarson stórtemplar, er sambandsstjóri hafði boðað á samkomuna, Felix Guðmundsson ritstjóri, Friðgeir H. Berg formaður U. M. F. A., en hann var sendimað- ur U. M. S. Eyfirðinga á mótinu, og Þórhallur Rjarnarson prentari. Flutti liann eftirfarandi tillögu, er samþykkt var einum rómi: „Ungmennafélagar, saman komnir á 25 ára minningar- samkomu í Þrastaskógi í dag, heimta af ungiiiennafélögum ís- lands, að þau haldi fast við bindindisheit sín, og skorar á þau, hvert í sinni sveit, að vinna af alefli að útrýmingu vín- bruggunar úr landinu." Eftir þetta sýndi vikivakaflokkur U. M. S. K. listir sinar og síðan var kaffisamsæti i Þrastalundi. Eyjafjarðarsundið 1907. 6. ágúst í suinar voru liðin 25 ár síðan Lárus J. Rist synti yfir Eyjafjörð, en með því sundi hefst nýtt tímabil í íþrótta- sögu íslendinga. Afmælis ]>cssa var minnzt með sundsýningu og samsæti á Akureyri. Lárus steypti sér í sundlaug bæjarins i samskonar búningi og bann lagðist i til sunds í Eyjafjarðarál 1907, og klæddi sig siðan úr fötunum á sundi. — U. M. F. í. og í. S. í. sæmdu Lárus gjöfuin á afmæli þessu. Gjöf U. M. F. í. var vangamynd af Lárusi, úr gipsi. Ilafði Ríkarður Jóns- son myndliöggvari mótað hana fvrir sambandið. -— Gjöf í. S. í. var silfurskjöldur með áletrun. Látinn félagi. í ágústmánuði í sumar lézt Jón Þórðarson, námsmaður í Kennaraskólanum, gáfaður áhugamaður, rúmlega tvítugur. Hann var félagsmaður í U. M. F. Eyrarbakka, ritari þess um tíma og átti frumkvæði að ýmsum framkvæmdum þess. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.