Skinfaxi - 01.10.1932, Page 27
SKINFAXI
151
Félagsmál.
Vikivakar.
Ungmennasamband Kjalarnesþings kom upp úi*vals-viki-
vakaflokki s. 1. vor. Var upphaflega til þess hugsað, að hann
færi sýningarför norður um land, en af því gat ekki orðið,
Efri röð (frá vinstri): Ólafur Þorsteinsson, Grímur S. Norð-
dahl, Ólafur Andrésson, Þorleifur Guðmundsson, Guðm. Jóns-
son, Þórður Einarsson. Neðri röð: Júlía Helgadóttir, Rósa
Þorsteinsdóttir, Sigriður Einarsdóttir, Ásthildur Kolbeins,
Rannveig Þorsteinsdóttir, Ingigerður Helgadóttir.
vegna kreppunnar og fleiri forfalla. Flokkurinn bauð nokkr-
um tugum manna til sýningar í Reykjavík og vakti sýningin
mikla aðdáun áhorfenda. Auk þess hafði liann sýningar á
fjórum stöðum á Suðurlandsundirlendi, við ágætan orðstír.
Mesta athygli vöktu nýir vikivakar við ný lög eftir Sigvalda
Kaldalóns tónskáld, og vikivakaleikur við þjóðlagið: „Hér
er kominn Hoffinn.“ Hér hirtist mynd af vikivakaflokknum.
Samkoma í Þrastaskógi.
Ungmennafélagar komu saman í Þrastaskógi 19. júní til aö
minnast 25 ára afmælis sambands síns. Fór samkoman hið