Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1932, Page 24

Skinfaxi - 01.10.1932, Page 24
148 SKINFAXI vekur oft aðdáun öld eftir öld. „Hver lcenndi þér þetta eldgamla lag?“ spurði eg eitt sinn mann nokkurn. — „Amma mín kenndi mér það, og liafði liún numið af ömmu sinni,“ sagði liann. Og var þar þó ekki nótum til að dreifa. Þannig er það með þau tónskáld, sem eiga þvi láni að fagna, að kunna að slá hörpu sína svo, að fjöld- inn hlusti og læri tóna þeirra. Kynslóð eftir kynslóð nema tónana liver fram af annarri, og tónskáldin verða langlif í landinu. Það yrði of laugt mál hér, enda óþarfi, að fara að telja upp öll lög Sigvalda Kaldalóns. Hvert ágætis söng- lagið liefir rekið annað um langt skeið og eru mörg þeirra þannig g'erð, að þau eru með öllu óglevmanleg þeim, er eitt sinn numið hafa. Vil eg þó aðeins nefna nokkur nöfn: „Heimir“, „Betlikerlingin“, „Alfaðir ræður“ o. fl. eru áhrifarík og örlagþrungin lög með frumlegum, stórskærum tilþrifum. Þá slær Sigvaldi ekki sjaldan á hina þýðu og hugljúfu strengi með óvenjulega laðandi mætti, svo sem i lögunum „Svana- söngur á heiði“, „Leiðsla", „Eg lit í anda liðna tíð“, „Þú eina lijartans yndið mitt“, „Vorsins friður“, „Vor- vindur“, „Ljúfi, gef mér lítinn koss“, „Eins og ljóssins skæra skrúða“. Fjögur hin siðastnefndu eru í Ljúf- lingum. Þ!á má ekki gleyma hinum yudislcgu vöggulög- um Sigvalda, sem öll eru eius og sungin fram af munni islenzkra mæðra. Munu þær vera margar liinna yngri mæðra, sem ekki hafa raulað „Sofðu, sofðu góði“, yfir börnum sínum, eða „Erla“ og „Sofðu unga ástin mín“. Þá má og nefna nýtt vöggulag við „Vögguljóð“ Hall- dórs Kiljan Laxness. Lagið „Kveldriður“ er mjög sér- stakt og tilþrifamikið lag, og allir kannast við lagið „A Sprengisandi“. Nú slær Sigvaldi enn á nýjan streng. Hefir liann nú uppá síðkastið samið allmörg vikivaka- lög í háíslenzkum stil. Eru þau hvert öðru fegurra og skemtilegra, og hefir íslenzkur æskulýður tileinkað sér

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.