Skinfaxi - 01.10.1932, Side 20
144
SKINFAXl
lands“. Þetta kvæði er fyrst og fremst söngur ung-
mennafélaganna og aldrei iieyri eg það sungið svo, að
það veki ekki hjá mér alveg sérstakar tilfinningar og
hugsanir. Það er auðvitað ættjarðarkvæði, áskorun til
æskunnar um, að græða upp sanda og skriður þessa
lands. En fyrir mér hefir það fengið miklu dýpri merk-
ingu; það er mér sígild hvöt til allra barna „vorhug-
ans“, og börn „vorhugans“ eru sem betur fer bæði ung
og gömul að árum; livöt um að hlúa að öllu lífi, að
láta allar skriður og sanda liverfa úr mannlífinu. Ung-
mennafélögin eru upphaflega að miklu leyti reist yfir
liugsjón ættjarðarástarinnar, og ]iau liafa, bæði hér og
annarstaðar, unnið stórvirki undir merkjum þeirrar
hugsjónar. Eg segi ekki, að liún sé úrelt; það verður
aldrei úrelt, að gera þann stað, sem maður lifir á, svo
fullkominn, sem unnt er, án þess þó að gera öðrum
tjón; en eg fullyrði að önnur enn dýrðlegri hugsjón sé
á uppsiglingu. Að æskan verði á verði nú, eins og hún
jafnan hefir verið, og skipi sér i fylkingarbrjóst í bar-
áttunni fyrir hinum nýju hugsjónum, á því er enginn
efi. Mér dettur ekki i hug, að það sé nein tilviljun, að
sá fulltrúi æskunnar, sem flutti kvæði eftir sjálfan sig
liér í útvarpið rélt áðan, lél ekki staðar numið við ætl-
jarðarástina, lieldur gerði kröfur um réttlæti og bætt-
an hag a 11 s m a n n k y n & að sínum kröfum. Slík
er að verða lcrafa æskunnar um allan heim.
Nú er dimmt yfir heiminum, svo dimmt, að diinm-
ara var það ekki á dögum ófriðarins mikla, og það
verður ekki hugsjón ættjarðarástarinnar, sem megnar
að lýsa upp það myrkur. En börn vorliugans eru þeg-
ar farin að eygja það ljós, sem eitt mun geta sundrað
þessu myrkri eigingirninnar og fáfræðinnar, en það er
ljós þess kærleika, sem gerir ekki greinarmun á „mínu
landi“ og „þínu landi“, heldur reynir að græða og rækta
upp alla sanda og skriður, livar scm þeir birtast í mann-
félaginu. Eg vil því enda þessi orð min með þeirri ósk,