Skinfaxi - 01.10.1932, Side 9
SKINFAXI
138
alla hina miklu krafta þeirrar f jölmennu æsku, sem fé-
lögin liafa á að skipa.
hiað er ljósi, að á liðnum fjörðungi aldar liafa U. M.
F. unnið mikið verk og þarft, í þágu lands vors og
menningar. Þau eru enn að vinna verk sitt, og engu
miður hin síðustu ár en áður liefir verið, siðan eldmóð-
ur byrjunaráranna sljákkaði. Hitt er óséð, hvert verð-
ur framtíðarstarf félaganna og gildi þeirra fyrir þá
kynslóð, sem nú er í bernsku, og hinar, sem enn eru
óbornar. En sú er trú min, að framtíðin geymi íslenzk-
um U. M. F. engu ómerkari æfi en, þá, sem nú er liðin.
Eg trúi því, að ungar kynslóðir allra ára og alda finni
þörf á samtökum. Og samtök allrar heilbrigðrar æsku
hljóta að miða að þvi sama og verið hefir aðalmark-
mið U. M. F.: að gera sjálfa sig sem þroskaðasta og
hæfasta til að vera föðurbretrungar og lifa drengilegu
lífi í því landi, sem forsjónin liefir valið oss að íostur-
landi. Land vort er land viðfangsefna og vona, flestum
öðrum fremur. Þessvegna hlýtur vonríkri og fram-
sýnni æsku jafnan að vera ljúft að elska það og vinna
því, svo sem jafnan hefir vakað fyrir U. M. F. fyrst og
fremst.
Eg liefi margoft lieyrt það mælt, að U. M. F. sé orð-
in á eflir tímanum, stefna þeirra sé stefna kynslóðar,
sem nú er að gerast roskin, en unga kynslóðin nú og
framvegis liafi aðra stefnu og aðrar liugsjónir. Þetta
er mælt af fullri vanþekkingu á eðli og ætlan U. M. F.
Hugsjónir liverrar ungrar æsku eru hugsjónir ung-
mennafélaganna, og lifandi æska en ekki liðin á og
v e r ð u r að marka stefnu þeirra, á hverjum tíma sem
er. Þau eiga ekki að vera óumbreytanleg og geta ekki
verið það, fremur en annað, sem fylgir þróun líðandi
tíma. Þetta verður oss að vera ljóst, gömlum ung-
mennafélögum, því að ella er hætt við, að við hregð-
umst því, sem vér sízt viljum bregðast: skyldum vor-
um við félög vor og kynslóðir framtíðarinnar.