Skinfaxi - 01.10.1932, Qupperneq 14
138
SKINFAXI
Og enn má telja það, að þarna fundu áhugamenn-
irnir hver annan, og þá einkum þeir, sem fremsl fóru.
Varð það til þess, að þessir menn héldust í hendur þeg-
ar út í lífið kom, þegar við tóku störf hins fulltíða
manns sem borgara í þjóðfélaginu.
Ungmennafélögin eru ópólitísk.
En fánamálið létu þau til sin laka frá fyrslu tíð.
Töldu það hafið yfir alla flokka! Enda fylgdu því máli
eigi aðeins heilir stjórnmálaflokkar, heldur og marg-
ir mætustu menn úr öllum flokkum.
Samhand Ungmennafélaga íslands var stofnað á
Þingvöllum á þjóðhátíð þeirri, sem efnt hafði verið til
út af heimsókn Friðriks konungs áttunda árið 1907.
Kröfurnar um frelsi landsins höfðu þá verið settar
í hámark. Krafan um þjóðfána var þá komin fram.
Stúdentafélagið í Reykjavík hafði einkum heilzt fyr-
ir málinu og Sjálfstæðisflokkur þeirra tima virtist
fylgja málinu fast.
Þegar stofnfundur Ungmennasambandsins hófst, var
liinn ólöghelgaði þjóðfáni dreginn að hún og fána-
stönginni skolið í völlinn, ]>ar sem fundurinn skyldi
standa.
Kom þá einn af alþingismönnum, vinsæll í liópi
hinna ungu manna, maður sem veitt hafði sjálfu fána-
málinu fylgi, með tilmæli um að íslenzki fáninn yrði
dreginn niður.
Mun það hafa átt að vera nærgætni við konunginn.
Þessu var neitað.
Var þá farið fram á það, að Ungmennafélögin létu
sér nægja lítinn fána, áþekkan þeim, sem blakti á hinni
miklu tjaldbúð Sjálfstæðisflokksins, slíkt gæli orðið
skoðað sem skrautfáni.
Þiví var einnig neltað.
íslenzki fáninn var ekki dreginn niður.