Skinfaxi - 01.10.1932, Side 10
SKINFAXI
134
Og þér, drengir og meyjar, sem nú hafið slitið barna-
-skóm og eigið framundan yður æskuna, aldursskeið
ótakmarkaðra möguleika! Takið við arfi kynslóðarinn-
ar, sem var ung á undan yður, og verjið lionum eins
og þér hafið manndáð til. Klæðið landið og knýið fram
nýja endurfæðing íslenzkrar þjóðar. f yður ])ýr geysi-
legur kraftur, sem unnið getur ótrúleg kraftaverk, ef
hann er sameinaður í einn farveg. Ungmennafélögin
eru yðar félög, og þau eiga að vera samtök yðar til
góðra verka og stórra. „íslandi ríður á, að enginn sker-
ist úr leik“ — nú og framvegis.
II. Ræða Guðbrands Magnússonar.
Fyrsta ungmennafélagið var stofnað á Akureyri ár-
ið 1906.
Þegar á næsta ári var stofnað Samband ungmenna-
félaga íslands.
Ungmennafélags-hreyfingin fór um landið líkast og
eldur um sinu.
Ekki var lagt fram fé til útbreiðslunnar.
Og samt risu félögin upp í fjölmörgum byggðarlög-
urn og að kalla jafnsnemma.
Hvað olli!
Hvað var liér að gerast?
Þjóðin var að rétta úr kryppunni, eftir kýtinginn,
sem hún var komin í fyrir margra alda yfirdrottnun
erlendrar þjóðar, og þar af samfellda tveggja aldra
áþján verzlúnareinokunarinnar.
Öruggri forystu endurreisnarmannanna, allt frá dög-
um Skúla fógeta, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar,
hafði unnizt svo á, að nú tók þjóðin sjálf að trúa á
mátt sinn og möguleika stórum meir en áður. Og þó
var ekki komið lengra en það, að merkur fræðimað-
ur taldi um þetta leyti, að sækja þyrfti á fund íslenzkra