Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1932, Side 8

Skinfaxi - 01.10.1932, Side 8
132 SKINFAXI vegna áhugamála frumherjanna. Þctta er mælt til aS minna á það, að meginskylda hvers leiðtoga í æsku- lýðsfélagi er að laða æskuna til starfa, henni til tamn- ingar og vaxtar, og að knýja áhugamál nýrrar kynslóð- ar fram í dagsljósið, svo að félög þeirra séu jafnan í samræmi og lifandi sambandi við vorhug samtíðar sinnar. Nú í ár eru í landssambandi ungmennafélaganna 79 félög, en félagsmenn eru læp fjögur þúsund. Öll þessi félög eru á svæðinu frá Skeiðará, vestur og norður um að Tjörnesi. Á Austurlandi er ekkert samhandsfélag. Mjög er það misjafnt, hve vel félögin vinna, en öll liafa þau einhverjar framkvæmdir með höndum árlega. Sem næst helmingur þeirra á fundahús, ýmist ein eða með lireppum þeim, er þau starfa í. Meginþorri þeirra á bókasöfn og allmörg eiga einhverskonar gróðrarreiti. Flesl hafa þau einhverja íþróttastarfsemi, og fræðslu- og menningarstarf í samhandi við fundi sína og sam- komur. Þau ræða og hrinda í framkvæmd hverskonar framfaramálum, sem á baugi eru í sveitum þeirra. Og þau sjá um að halda skemmtisamkomur fyrir æskulýð sveitanna, og þau leggja yfirleitt metnað sinn í það, að veila þar þroskandi skemmtun og mannbætandi, en ekki görótla gleði, sem þó er auðveldara. — Félögin í hverju héraði hafa með sér héraðssambönd, þar sem ]iau gcra sameiginleg átök í sameiginlegum málum. Héraðssainbönd U. M. F. standa t. d. að stofnun liéraðs- skólanna, hyggja veglegar sundlaugar, lialda uppi nám- skeiðum, umferðarkennslu í íþróttum og garðyrkju o. m. fl. — Ungmennafélag Islands er svo tengiliður allra héraðssambanda og einstakra félaga. Það gefur út timaritið Skinfaxa, scndir menn út á meðal félaganna, til fyrirlestrahalds og leiðbeininga, styður einstök fé- lög til slarfa og hefir framkvæmdir þeirra félagsmála, sem varða alla þjóðina. Þáð á að samcina í eitt átak

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.