Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 8

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 8
88 SKINFAXI eftir árslok 1940 vcrði byrjað á samningum unr end- urskoðun sambandslagasamningsins. í öðru lagi vilj- mn vér enga sanminga gera i staðinn, lieldur liagnýta ákvæði sömu greinar um að fella samninginn með öllu úr gildi þremur árum eftir að þessi endurskoðunar- krafa kemur fram.“ Tillagan var síðan samþykkt með öllum atkvæðum allra flokka samliljóða. Aðgerðir Alþingis sldpta vitaskuld mestu, enda styðj- ast þær við eindregnara fylgi þjóðarinnar en nokkuð mál annað hefir iilotið, sem margvíða hefir fram kom- ið í ræðu og riti meðal allra flokka. Æskumenn fslands bafa hingað til sizt verið eftir- bátar annarra landsmanna um öruggt fylgi við rétlar- kröfur þjóðar sinnar. Eiga þeir í þvi sammerkt við æsku annarra þjóða. Má meðal annars skírskota til margra xátgerða og umrnæla stúdenta vorra í blöðmn þeim, er þeir hafa gefið út „fullveldisdaginn“ á undan- förnum árum. — Er og skemmst að minnast hins rök- studda ávai’ps til islenzkrar æsku, er stjórn Sambands uxigra Framsóknarmanna samdi og samþykkti á aðal- fundi sínum á Akui-eyri 11.-—17. júnímónaðar nú í sumar, um það að taka höndum saman um fullkomna Uppsögn sambandslaga samningsins. — Yfii’lýsing þessi er því veigameii’i, sem fonnaður flokksins og annar ráðberra lians voru staddir á fundinum og tóku þar báðir til máls. Ungmennafélög íslands hafa jafnan haft mál mál- anna, fullkomið sjálfstæði þjóðax-innar, á stefnuskrá sinni. Munu þau sízt Hggja á liði sínu þegar rnest á ríð- ur og fullnaðarsigur langrar baráttu veltur einungis á vilja íslendinga sjálfra. ísland fyi’ir fslendinga. Benedikt Sveinsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.