Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 11

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 11
SKINFAXl 91 III. Réttarstaða íslands livílir á sambandslagasamningn- um, se'm gerður var við Dani árið 1918. Samningur- inn gerði oss ekki fullvalda, því að véí vorum full- valda að réttum landslögum, þegar hann komst á, eins og Jón Sigurðsson, forseti, Einar Arnórsson, hæstaréttardómari, og fleiri fræðimenn hafa sýnt og sannað. Oss skorti viðurkenningu annarra þjóða á fullveldi voru. Og Iiana fengum vér með sambandslagasamn- ingnum. Fullveldisviðurkenningin var dýru verði kevpt. Vér urðum að sætta oss við víðtækar takmarkanir á sjálf- stæði voru til þess að fá viðurkenninguna. Takmarkanir þessar felast aðallega í 6. og 7. gr. sambandslagasamningsins. I. 6. gr. fjallar um jafnrétti danskra og islenzkra þegna. Þar segir m. a.: „Danskir ríkishorgarar njóta að öllu leyti sama rétt- ar á íslandi sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt. Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa lieimild til fiski- veiða innan landhelgi livors ríkis. Dönsk skip njóta á Islandi sömu réttinda sem ís- lenzlc skip“. I athugasemdunum við samninginn segir: „Þess vegna er af Dana hálfu lögð áherzla á, að ský- laust sé ákveðið, að öll ríkisborgararéttindi séu alger- lega gagnkvæm, án noklcurs fyrirvara eða afdráttar.“ Danir liafa því allan hinn sama rétt á landi liér og íslendingar sjálfir. Þeir mega eiga liér hverskonar eignir. Þeir mega flytjast hingað og setjast hér að. Þeir mega leita sér atvinnu hér á landi, livort sem hér er mikið eða lítið atvinnuleysi. Þeir geta unnið sér sveilfesti, fengið at-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.