Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 14

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 14
94 SKINFAXI anna í 6. og 7. gr. þeirra. En greinar þessar eru einn- ig aðalákvæði laganna. Ef þær falla niður, eru sam- bandslögin sjálf úr sögunni. Eg lít svo á, að hve'r maður, er vill leljast íslend- ingur, eigi að berjast fyrir afnámi saiiibandslaganna og fyrir því, að enginn samningur verði gerður í þeirra stað, er á nokkurn hátt takmarki alræði ís- lendinga yfir landi sínu og málum sínum. Ungmennafélögin eru og eiga að vera félagsskapur þjóðrækinna manna. Allir þjóðræknir menn hljóta að herjast fyrir afnámi sambandslaganna. Eg fæ því ekki skilið, að Ungmennafélögin geti lekið neina aðra af- stöðu. Þau eiga því að taka þá slefnu, að berjast með festu og drengskap að því marki, að sambandslaga- samningurinn verði úr gildi felldur eftir árslok 1943. Það er ekki samið um konungssambandið í sam- bandslögunum, og stendur það eftir þó að lögin falli úr gildi. Konungssambandið er því ekki innifalið í þeirri spurningu, sem hér á að svara, og verður því ekki rætt hér. — En þess vil eg geta, að eg álít, að það eigi að fara í sömu gröfina og sambandslaga- samningurinn. Guðmundur Benediktsson. IV. Ritstjóri Skinfaxa, Aðalsteinn Sigmundsson, hefir óskað eftir að eg skýrði í blaði hans stuttlega fra skoð- unum mínum um pólitiskt framtiðarsamband Islands og Danmerkur. Eg álít ekki með öllu viðeigandi, að eg riti í Skin- faxa, sem er ópóiitískt tímarit, það sem kalla mætti flokkspólitíska grein um nútímaviðfangsefni íslenzkra stjórnmálamanna.* Eg mun þess vegna svara spurn- *) Ititstj. Skinfaxa er ekki kunnugt um, að aðstaða til sam- bandsmálsins skipti stjórnmálaflokkum nú. Það gerði hún aftur á fyrstu árum ungmennafélaganna. Er ]jví sambands- málið engu síður mál fyrir jiau og Skinfaxa nú en þá.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.