Skinfaxi - 01.11.1939, Page 32
112
SKINFAXI
því sviði, enda er hann vafalaust í fremstu röð nor-
rænna kirkjuhöfðingja.*) — Skáldin, með Djurhuus-
bræður í fylkingarbroddi, liafa kveðið þrótt og hita
í þjóðina og eiga mikinn þátt í þjóðernsvakningunni.
— Bókmenntafélagið „Yarðin“ hefir unnið stórfelll
gagn, undir forystu þeirra M. A. Jacohsens og Rikards
Longs. —- En menningarmiðstöð og meginvígi þjóð-
ernisharáttunnar hefir „Föroya Fólkaháskúli“ verið í
fjörutíu ár, og „háskúlamennirnir“ Símun av Skarði
Föroya Fólkahúskúli.
og Rasmus Rasmussen í liópi þýðingarmestu manna
í þjóðernisharáttunni og öllu menningarlífi þjóðar-
innar.
„Föroya Fólkaháskúli“, lýðliáskóli Færeyja, á
fjörutíu ára starfsafmæli nú í haust, og hefir allan
timann verið einkaskóli þessara tveggja ágætismanna
og rekinn á kostnað þeirra. Þykir Skinfaxa full ástæða
til að minnast þess, því að hér er svo stórkostlegl og
þýðingarmikið fórnarstarf leyst af höndum fyrir hug-
sjönir menningar og þjóðernis, að engin dæmi eru
slíks í skólasögu vorri íslendinga - og má sennilega
*) Dr. Jón Ilelgason biskup hefir ritað ágæta grein um
störf prófastsins, i KirkjuritiS.